Tuesday, November 16, 2004

Kennaraverkfall

Jamm nú er enginn maður með mönnum nema hann hafi lausnina á kennaraverkfallinu á reiðum höndum. Kennarar reiðir, foreldrar reiðir, börnin reið, reiðar hendur og ef einhver var ekki orðinn reiður í þjóðfélaginu þá varð sá hinn sami loks reiður á meðan hann/hún beið fyrir aftan sjálfrennireyðar sem höfðu algerlega tapað áttum, og gleymt tilgangi sínum í snjóhríðinni í dag.
Ég man þá tíma þegar, kennarar höfðu túperað hár, báru það með stolti eins og slökkviliðsmaðurinn bar hjálminn sinn. Það var borinn virðing fyrir kennurum. Fór á kennarar.is...Ég var að reyna að skilja, þá..virkilega. Síðasta haldreypið og þar lenti ég líklega á tölvuvírus, sem eyðilagði alla þá virðingu sem ég bar fyrir þessari stétt. Þannig að ég er bara að hugsa um að bulla bara í þessari færslu. Það er ekkert frekar hægt að ræða ...

Tildrög táldreginna kvenna sem hafa túperað hárið eins og loftnet flaksandi um allt og alla- kalla.

Suma guma muna betur
munna þunna hárið étur
Alltof þreytt
Til að verða sveitt
Velkist um af veikum mætti
með lokuð augun,
er að dofna – langar að sofna.
Svífa um í draumalöndum,
umvafinn óþreyttum höndum.
Tekinn- færður
ýtt og stillt
upp á baki
ég held ég vaki
samt eru mín draumalandsaugu
sjáandi, sláandi.
Snúinn upp með sveifarási,
skynfærin þakin mási.
Skinnfærin, eldfærin, í þúsund voltum.
Hálsinn öskrar og veinar á svefn,
í straumfæri kallfæri ekkert gerist.
Andstæður berjast í bökkum
brytja niður bryta
fagri forði
orða borða
vakull vetur
að lokum orða
hafði svefninn betur.

svo mörg voru þau orð um þetta útnauðgaða umræðuefni.

kveðja
Langi Sleði

free web hit counter