Tuesday, August 16, 2005

2 tímar...

í tónleika. Ég er eins og þrettán ára stelpa á leiðinni á Stebba Hilmars. Vííí. Til að gera nánari grein fyrir aðdáun minni á Sonic Youth, þá hef ég aldrei farið út að skokka án þess að vera með kool thing í eyrunum.
Var að reyna að róa mig með að horfa út um gluggann, en viti menn, þá keyrði leið 13 (gamla breiðholt-lækjartorg hraðferð) framhjá stofuglugganum. Þá fór Breiðholtshjartað að slá. Það mátti nú ekki við meiru.

Núna bryð ég valíum í afainniskóm og er að horfa á fiskana synda í skjávaranum.

góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger inga hanna said...

ef mér hefði nú bara dottið í hug að fá dverghamstra í skjávarpa...

9:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hélt að gærkvöldið yrði ekki toppað, en mér skjátlaðist. Tónleikarnir byrjuðu á best of Sonic Nurse eins og í gær. Svo kom Catalic block, Tom Violence, Mode of fleiri slagarar. Síðasta lagið fyrir fyrra uppklapp var Cool Thing og salurinn trylltist. Ég var náttúrulega fremst og kom við Kim Gordon eins og í gær í Cool Thing :) Þetta var æði. Svo kom Teenage Riot og fleiri slagarar sem ég man ekki af því að ég er ennþá í skýjunum..... Tónleikarnir enduðu á gítar-feedbacki eins og í gær og Thurston Moore reið gítarnum sínum undir lokin og það er ekkert djók.

12:06 AM  
Blogger Langi Sleði said...

neeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiii

9:14 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter