Thursday, August 25, 2005

síminn

Þurfti að hringja í þjónustuver Símans í gær. Þangað hringir maður nú ekki að gamni sínu, óbrjálaður maðurinn.

Elvis söng í símann: "wise man said, only fools call in"

krappedífrapp....

vingjarnleg konurödd sagði: "... þú ert númer 20 í biðröð."

Ég lagði frá mér tólið, rölti niður í kaffistofu, náði mér í kaffi og köku, spjallaði aðeins við starfsmennina, settist við símann og...

krappedífrapp....

kellingin sagði: "... þú ert númer 19 í biðröð."

Ég skellti símtólinu á borðið, las "stríð og frið" á klósettinu, náði mér í kaffi og köku...

krappedífrapp...

beljan nöldraði: "þú ert númer 10 í biðröð.

Ég gersamlega flippaði, ég þeytti símtólinu í gegnum tölvuskjáinn. Þvínæst hljóp ég út í bíl og reykspólaði út í næsta apótek, þar sem ég var borinn út brjálaður þar sem þau, neituðu að afgreiða mig um valíum. Ég hljóp öskrandi um bæínn, þangað til ég var kominn í hesthúsahverfið, þar var ég snúinn niður og sprautaður með deyfilyfi fyrir hesta.

Ég sveif í stólinn og gellan í símanum byrjaði að reyna við mig.

"cause you are such a good listener" söng hún..

krappedífrapp... þú ert númer 1 í biðröð.

This was it... this was really it.. I'm finally there... third base...
Hafði samt 20 mínútur til að hugsa hvort ég ætti að hella mér yfir konuna yfir biðinni, eða bara að slá þessu upp í létt grín og láta sem ekkert væri.

krappedífrapp...

konurödd svaraði í símann: "Síminn, góðan dag!"

Ég: "Ha!...óóó.. Ég ætlaði að hringja í Hallgrím Pétursson!"

klikk... dududududdu

Ég: "Halló, HALLÓ....
góðar stundir

Langi Sleði

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bwahahahahahahahaha Ég dey! Ég dey!

11:28 PM  
Blogger inga hanna said...

góður!!

11:39 PM  
Blogger Kristin said...

dudududu duddu? Mæli meðenni ;)

12:18 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Kristín, ertu orðin ólétt?

7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu að segja að hún sé feit, eða?

11:08 AM  
Blogger Langi Sleði said...

nei.. bara alveg óskaplega langt síðan ég hitti hana... ef ég hef hitt hana

... hver sem þessi kristín er!!!

1:14 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter