Wednesday, August 10, 2005

Takk held ég!

Ég þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna í skókönnun Langa-Sleða. Það hefði verið auðveldara ef þið hefðuð séð ykkur fært að vera allar sammála, en því var ekkert sérstaklega að heilsa.
Í sannleika sagt þá keypti ég skó síðasta laugardag, ekki alveg neðri týpuna, en mjög svipaða, þeir heita Salvatore í staðinn fyrir eitthvað "fnörríbabb".
Eníveis.
Sigri hrósandi, að hafa lokið þessu á leið í fjölskylduboð, án teljandi seinkunar, þurfti adamsfamilían að spyrja þegar ég sýndi þeim skóna.
"Ertu að fara að gifta þig?"

"Ahhh, enn einu sinni" hugsaði ég, "einn daginn á ég eftir að snappa, og vei svipnum á þeim þá!".

Er ekki komið nóg af svona.!!!

En svo datt mér í hug, hei.. það gætu verið skórnir... En engin ykkar minntist orði á giftingaskó. Þannig að mér finnast þeir bæði hipp og kúl!

Svekkelsi út í familíuna samt!
Mér finnst að þau ættu að vera farin að venjast því, að ég gangi með slör.


Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter