Wednesday, August 10, 2005

Það var alltof mikil hreyfing fyrir augum mér

...og í annað hvert sekúndubrot sá ég ekkert nema himinn. Reyndi að ná einbeitingu, en hún náði ekki tökum á heilum hugsunum, heldur barðist við að setja nöfn á það sem augun sáu. "Fullkominn sársauki og sjónrænt taugaáfall" hugsaði ég. "Himinn", "gras", "jörð" "trjágreinar", "himinn", "ái", "ái", "ááááái". "himinn og jörð var það ekki Pálmi Gunnarsson?". Gráhvítir lokkar skoppuðu fyrir augunum, trén kipptu að sér trjágreinaunum, titrandi hræddar, eins og ég væri nóvember. Jafnhræddar og ég, raunverulega. Sársaukinn, blindaði mig taktfast. Hann átti upptök sín í rassinum, þaut upp eftir bakinu eins og blys á gamlárskvöld og sprakk í málstöðvunum með einhverju sem enginn skildi.
Í fjarska sá ég girðingu, hún hækkaði eftir því sem ég kom nær, nei þetta var risastórt grindverk, þetta er Kínamúrinn... Ég kastaði mér af hestinum. Veit ekki hvernig ég lenti, sá bykkjuna bara fjarlægjast, svífa yfir múrinn, svo man ég ekki meira.
Ég raknaði við mér eitthvað seinna, það var byrjað að rökkva. Ég hringdi í böttlerinn minn og hann kom innan 10 mínútna til að sækja mig. Ég sagði honum að skjóta helvítis bykkjuna ef hann fyndi hana.

Ef þið eruð í leyfisleysi á landareigninni minni, og finnið "parrykið" mitt, vinsamlegast skilið henni.
Ég veit ekkert hvenær, eða hvar hún datt af. Einnig ef ykkur vantar hrossakjöt, talið við böttlerinn.

góðar stundir

Langi Sleði

1 Comments:

Blogger inga hanna said...

Pálmi Gunnars/Björgvin Halldórs skiptir kannski ekki höfuðmáli við svona aðstæður!

11:03 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter