Tuesday, September 27, 2005

...ýmislegt angrar angurværan

vetur konungur er genginn í garð. Kaldasti september í hundrað og áttatíu ár.
Smjattið á því.
...líklega er það ekki ég

Kertaljósabirtan loks farin að mæta nógu snemma til að verða rómantísk, vantar samt enn augun hinumegin við logann, ekki alveg orðinn það desperat að ég komi upp spegli.
Fékk samt heiftarlegan varaþurrk, í kuldakasti síðustu daga. Var mjög ánægður með það og reyndi að feika hann sem kossageit. Langt síðan hún hefur plagað mig.
...líklega er það ég.

Innlit útlit var í kassanum og þar var búttuð stelpa að innrétta íbúðina sína.
Líklega er það bara ég, og yfirleitt ER það bara ég en ég sprakk úr hlátri þegar hún sýndi eldhúsið, það var SÓFI í eldhúsinu. Er það ekki aðeins of röng staðsetning þegar maður ætti að eyða minni tíma í eldhúsinu.
...líklega er það líka ég.

góðar stundir
Langi Sleði

Saturday, September 24, 2005

...en samt fimm atriði

1. Ég lærði á píanó, hjá afa emilíönu torrini.

2. Ég fékk einu sinni sólsting í Singapore, fór í búðir og lét sauma á mig þrenn jakkaföt, og 10 skyrtur.

3. Ég hef aldrei þolað körfubolta, enda er það eina íþróttin sem ég hef prófað sem mér hefur þótt leiðinleg. Ég er gjörsneyddur körfuboltahæfileikum. Finnst búningarnir, ermalaus bolur 5 númerum of stór, stuttbuxur 20 númerum of stórar, endalaust hallærislegir.

4. Ég hef árangurslaust reynt að þyngja mig, en aldrei reynt að grenna mig.

5. Oft á ég erfitt með að segja hvað mér finnst. Það er vegna þess að mér er oft nákvæmlega sama. Þoli ekki að þurfa að feika áhuga, geri það samt því að ég nenni ekki endalausum konfrontasjónum.

Góðar stundir
Langi Sleði

...og svo var ég klukkaður

veit ekki hvað gerðist þá. Ég fór að hugsa, 5 atriði um sjálfan mig. 5 tilgangslaus atriði. Einhvern veginn urðu öll atriði sem mér duttu í hug, tilgangslaus. Fær mann einhvernveginn til að hugsa allt öðruvísi.
Hvað skiptir máli? Vinirnir, familían, vinnan, heilsan. Á þetta allt með kostum og göllum.
Samt.
Á maður ekki alltaf að vera stefna að einhverju mikilvægu?

Er lífið eins og lítill klefi í Síberíuhraðlestinni? Landslagið breytist, en maður er meira og minna eins. Ætli fólkinu í hinum sætunum, leiðist, líka. Er ég búinn að gleyma mér í amstrinu, við að vera til? Mánuðir liða einn af öðrum, safnast saman í ár og enginn lætur mann vita af hverju tíminn líður alltaf hraðar og hraðar.
Svo kom hún anna.is og klukkaði mig. Eins og einhver hafi á endanum náð því að fara jafn hratt og Síberíuhraðlestin, stokkið um borð í James Bond átfitti, til að klukka, Ustinov og mig. Aldeilis magnað.
Man ekki einu sinni eftir því af hverju ég fór um borð í þessa lest.

góðar stundir
Langi Sleði

Thursday, September 22, 2005

...íslenski bachelorinn

Ég var að horfa á íslenska bachelorinn í sjónvarpinu. Ekki að ég hafi algerlega verið búinn að stilla mig inn á það, í lífinu eða að ég komi til með að stilla mig inn á það í framhaldinu.
Eníveis.
Kannaðist alveg rosalega við eina stelpuna þarna og ég mundi ekkert hvaðan. Helvíti vandræðalegt að muna þekkja fólk en muna ekki hvaðan... Eitthvað sem á líklega eftir að ágerast, eftir því sem fram líða stundir. En ég var ekkert að dvelja við það, enda í skjóli heimilisins og enginn myndi nokkurn tímann komast að þessu.

Nú allavegana, hún var að tjá sig um deitmenningu Íslendinga, sem er að hennar mati afar léleg ef einhver.
Þegar hér er komið við sögu, er ég alveg að fara yfirum, á því að vita, hvaðan ég þekki hana, var meira að segja farinn að velta því fyrir mér hvort við hefðum farið á deit. Nema hún tjáði áhorfendum að henni hafi aldrei verið boðið á deit.
Innskot: Drengir hvað er að ykkur?!?

Nema hvað.

Skýringin kom, hún sagðist vera í íþróttum. Þá kviknaði á perunni, hún er leikmaður í meistaraflokki kvenna í Fram, í handbolta. Ég horfi á kvennahandbolta semsagt, þær eru hörkutól þessar stelpur. Ekkert að því að horfa á kvennahandbolta.

Allavegana það fékk mig til að hugsa um gömul deit. Eitt af fyrstu deitum lífsins. Við vorum bæði í gaggó, og ég hringdi í hana, án þess þó að hafa talað við hana áður. Fannst hún bara sæt en þetta var hræðilegt. Mér leið eins og brauðrist í sætabrauðsgerð.
Þá bjó ég til nokkra flokka af kvenfólki, en hef ekki fundið mikla þörf til að endurskoða það.

1. Konur sem er bara gott að horfa á.
2. Konur sem er bara gott að tala við.
3. Konur sem er bara gott að sofa hjá.
4. Konur sem er bara gott að hlusta á.
5. Lesbíur.

Svona er maður nú ekkert merkilegri en api.

góðar stundir
Langi Sleði

Monday, September 19, 2005

..mér vefst tunga um höfuð

var að horfa á Popppunkt með Felix Bergssyni og dr. Gunna.
Felix sagði: nú les ég hraðaspurningar alveg þangað til mér vefst tunga um höfuð.

Það er ekki alveg eins merking, þegar hann segir það.

góðar stundir
Langi Sleði

...Að horfa í það súra epli

Ég er nýbúinn að fá nýja tölvu. HP top of ðe læn. Nema hvað, skjárinn er búinn að vera eitthvað óskýr.
Búinn að sótbölva, því að vera með 10 ára gamla tölvu í 5 ár, og að þetta sé nú öll þróunin í þessum tölvubransa. Það er bara til háborinnar skammar. Nema hvað, nema hvað.
Ég fór í sjónmælingu í dag. Það kom í ljós að ég er með sjónskekkju. Það voru gífurleg vonbrigði að vera ekki fullkominn lengur. Leit þó beint á björtu hliðina í fyrsta sinn á ævinni. Því að ég sé fram á að kynnast fullt af nýju fólki, en ekki fólkinu við hliðina. Ég vonast líka til að fólk í kringum mig fríkki, í massavís.
Eða eins og málshátturinn segir. Oft eru fatlaðir slæmir ræðarar.

góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, September 11, 2005

punktur, punktur, komma og strik

Ég er ekki að biðja ykkur afsökunar á litlu skrifelsi síðustu daga. Finnst það hallærislegt þegar fólk er svo hlekkjað í bloggheiminn að það finni sig knúið til að tilkynna frí og ósk um leyfi. Ég er allavegana ekki á öðrum launum við þetta en andlegum.
Ég keppti á íslandsmóti um helgina og lenti í 5 sæti. Það hljómar mjög vel, en um leið og ég myndi segja ykkur að þetta hefði verið íslandsmót í fjárþuklunarkeppni, mynduð þið fyllast viðbjóði... Svo ekki fyllast aðdáun, a.m.k. að óþörfu. Ég var samt ekki að káfa á kindum.
Ég er líka búinn að vera passa 3 frændsystkini mín, síðan á fimmtudag. Þið einstæðu mæður, sem allt getið. Fullkomin aðdáun í ykkar átt, nú líður mér virkilega sem óæðra kyninu... loksins.
Eitt af gullkornunum sem féll.

Ef maður meiðir sig, þá kemur fyrst punktur, svo marblettur sem að lokum breytist í fæðingablett.


Góðar stundir

Langi Sleði

free web hit counter