Monday, November 28, 2005

..Ljúfa

Langi Sleði gengur inn í gallerý. Á bak við afgreiðsluborðið standa tvær konur, í samræðum um nýju ópalumbúðirnar. Hefði verið meira gaman að koma þarna beinustu leið inn í samræði. En lífið er ekki ÞAÐ gott!
Allavegana.
Þær gjóuðu augunum rétt á mig eins og ég væri að bjóða þeim kaldan sviðakjamma horfðu þær á hvor aðra. Svo mig og héldu áfram að tala um pastellitina í ópalnum.

"Æi fokk!" hugsaði ég, "ég er í flíspeysunni!"

Rétt skömmu síðar kom inn kona í fallegum pels. Það skipti engum togum, önnur vippaði sér fram fyrir búðarborðið og áður en hún gat tekið upp fyrsta hlutinn.

Afgreiðslukona2 (ak2): "Góðan daginn, get ég aðstoðað?"
Pelsakona (Pk): "Nei, ég er bara að bíða eftir manninum mínum, hann er að láta skipta um dekk hér á móti"
ak2: "já!! yndislegt, ég lét einmitt skipta um dekkin þarna líka, þeir eru svo flínkir þessir strákar"
pk: "Hver kaupir svona?" spurði hún og hélt uppi kertastjaka, sem leit út eins og limur.
ak1: "Þessir munir eru nú mjög vinsælir hjá unga fólkinu í dag!"
ak2: "Já, hún Jófríður er einmitt búin að selja ofsalega vel undanfarið.
pk: "Jesús minn, þetta er bara klúrt!"
Þegar hér var komið við sögu, var eitt listaverk búið að fanga athygli mína. Skemmtileg fígúra, leirskel í ramma. Þannig að ég gleymdi að hlusta á samræður kvennanna og datt inn í minn eigin hugarheim.
Skyndilega glymur í opnunarbjöllunum, þegar hurðin er rifin upp.
Eiginmaður pk (grófum rómi yfir alla búðina):"Ljúfa,komdu bíllinn er tilbúinn!"
Pk: "Já, viltu ekki koma inn og skoða aðeins"
Epk: "Nei!"
Að þeim orðum töluðum trítluðu þau saman yfir götuna, og hef ég hvorki heyrt né spurt af þeim síðan, frekar en Búkollu í fjallasal, eða nautasteikinni í Bónus.

Á þessum tímapunkti var ég kominn með tvær myndir í hendurnar. Og var að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að velja "fígúruna" eða "konuna".
ak1:"Heyrðu vinur, get ég aðstoðað þig!"
LS: "Ha! Eitthvað virðist það nú hafa reynst ykkur erfitt hingað til en ég er að reyna að velja á milli þessara tveggja verka"
ak1: "Já, það er nú ekki ætlast til þess að viðskiptavinir séu að handleika verkin, við erum hér til þess!"
LS: "Já, ég geri mér grein fyrir því, en þið voruð uppteknar við að handrúnka einhverjum kertastjaka þarna!"
ak2, heyrði orðaskiptin og gekk til okkar: "Já, mér finnst þetta einmitt yndislegar fígúrur"
Ég rétti ak2, myndina af fígúrunni og sagði "ég er að hugsa um að fá þessa, rétti svo ak1 hina myndina og sagði: "Þú mátt ganga frá þessari, það pirrar mig eitthvað við hana!"
Það var ískuldi við búðarborðið svo að pastellitu ópaltöflurnar fölnuðu enn meira.
ak2: "Já, ég hef séð þig hérna áður, er það ekki?"
LS: "Jú mér finnst alltaf gaman að kíkja svona smá...
....þögn
... að vísu mætti vera betri rótering á verkum hjá ykkur. Það ætti að vera öllum ljóst að sum verk hér eru beinlínis slæm."
ak2: "Já hann er nú ótrúlega misjafn smekkurinn!"
LS: "Ég veit það en hlutur eins og þessi kertastjaki þarna, er bara hneyksli. Þetta er eins og sex ára krakki í trölladeigstilraunum"
ak2: Jófríður mín, viltu ná í sellófan á bakvið.
Í sekúndubrotabrot, mættust augu okkar og hún sá að ég vissi uppá hár hver brenndi þennan stjaka. Hún hvarf orðlaust á bak við hurðina og ég sagði brosandi: "Algjör óþarfi að pakka þessu inn, ég er að kaupa þetta fyrir sjálfan mig"


Fékk 10% staðgreiðsluafslátt og hélt svo heim á leið.

En finnst ykkur myndin ekki smart? Ég er að hugsa um að kalla hana Ljúfu!

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er E.T.
Eineygður E.T.

10:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nei glöggir lesendur ættu að sjá að þetta er litla lirfan ljóta.

11:15 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter