Saturday, November 26, 2005

...Póstmódernismi flíspeysu

Langi sleði fór um daginn að skoða listaverk. Hlutur sem mér finnst nauðsynlegt að gera svona við og við.

En fyrst, smá forsaga.
Á undanförnum árum hefur flíspeysan öðlast þjóðfélagslegt gildi. Hófst með hólkvíðum peysur með óeðlilega ljótu mynstri, sem voru reyrðar saman í mittið. Fyrst og fremst notaðar í skíðalöndum íslendinga, og svo endalaust upp um fjöll og firnindi af einhverjum útivistarnörðum, sem vissu ekkert skemmtilegra en að láta leita að sér.
Smám saman varð hún táknmynd heilbrigðs lífstíls.
Algott.
Svo fóru fyrirtækin að gefa öllum starfsmönnum flíspeysur í jólagjöf og þá fóru skrítnir hlutir að gerast.
Smám saman sáust allt að 300 kílóa manneskjur í allt of litlum flíspeysum. Það minnir mig alltaf á teipaðan hamstur, einhverra hluta vegna. Upp frá því varð flíspeysan merkingarleysa, svona eins og póstmódernisminn.
Í staðinn öðlaðist flíspeysan þann vafasama heiður að verða flík til notkunar við öll tækifæri. Og sumt fólk sá maður aldrei nema í ljótri og skítugri flíspeysu, svo mánuðum skipti.
Þá vöknuðu fyrirtækin og reyndu að poppa flíkina upp með því að breyta henni í tískuvöru.
Við þekkjum þá sögu öll.
Næsta skrefið voru menningarvitarnir sem stigu fram og lýstu opinberlega vanþóknun á flíspeysunni og þeirri merkingarleysu sem hún væri orðin, en bentu jafnframt á að þeir hefðu sjálfir aldrei sagt skilið við lopapeysuna eða gæruskinnsstakkinn.
Og urðu með því yfirlýstir andstæðingar flíspeysunnar, en um leið fórnarlömb tískunnar á sama hátt.
Hræsni.
Þetta er forsagan við það af hverju það er ekki rétt að fara að versla sér listaverk í flíspeysu.
En sú saga kemur næst.
Só stei tjúnd for leitör

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger The random thinker said...

Flíspeysur með Andy Warhol myndum. Now how ´bout that?

11:55 PM  
Blogger The random thinker said...

og annað... það er nánast bara kvenfólk sem kommentar hérna hjá þér. Ertu svona sætur?

12:00 AM  
Blogger inga hanna said...

ég stoppaði við teipaða hamsturinn...

8:14 AM  
Blogger Langi Sleði said...

maggabest: Já það væri geðveikt. Svona eins og Campbells súpurnar kæmu í... nei.
maggabest: Vá - nei, ég held að ritþörfin mín sé í réttu hlutfalli við tíðarhring kvenna, og lestur hér geti jafnvel minnkað túrverki.
inga hanna: af hverju í ósköpunum... að stoppa þá?

5:29 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter