Thursday, December 01, 2005

...eina kvöldstund

bjó ég í litlu skoti,
í söngvaskáldsins paradís.
En ég var aðeins gestur
á glugga stutta stund
eins og ósyndur hestur
á dýpisins fund.

Orð og tónar,
í harmóníunni dynjandi.
undirborðsdónar,
í paradísinni stynjandi.

Mæli innilega með plötunni HÚS DATT með MEGASUKK, en því miður misstuð þið af frá-vá-bærum tónleikum.

Endum þetta á lokaorðum Bessastaðablúss á plötunni, og vonum að ég komist upp með það.

Ég er kúkur í lauginni
láttu það berast hvar ég er
því ég á von á að forsetinn loks fatti
hvar fálkaorðan best mundi sóma sér


Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Váts hvað mig langaði í tónleik þar sem ég rölti um stofuna með organdi engifer á öxlinni um tónleika-leyti í gærkvöldi. Btw - til hamingju með bæklaða sveppinn :)

8:29 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter