Saturday, December 03, 2005

...laugardagsmorgunn

...þið getið ekki gert ykkur í hugarlund hvað ég var hissa þegar ég vaknaði eldsnemma í morgun. Ég spratt eins og köttur fram úr rúminu og við tók engu minni undrun, þar sem ég rak glyrnurnar í eina litla spörfuglalöpp liggjandi á gólfinu. Ég lagði rófuna á milli lappanna, læddist aftur inní rúm og breiddi upp fyrir haus.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ó men.

2:03 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter