Tuesday, January 17, 2006

...fábjánar og fögur fljóð

...það að rembast með öðrum karlmanni. Hljómar mjög illa í mín eyru. Kallið það fordóma, kallið það hvað sem er.
Ég lenti einmitt í því í gær að hjálpa leigubílstjóra að losa bílinn úr skafli, eftir að hann hafði á einhvern fáránlegan hátt... ekki verið að horfa í baksýnisspegilinn. og reynt að bakka yfir fjall í innkeyrslunni minni.
Fábjáni.

Ég var að koma af æfingu, sveittur og ósturtaður, keyrði framhjá honum, lagði bílnum og gekk til hans, þar sem hann sat inn í bíl.

Langi Sleði: Sæll, varstu að festa þig?
Leigubílsstjóri (sat inní bíl): Já, þetta var bölvaður asnaskapur!
LS: Eigum við að reyna að ýta þér?
LBS: Já, endilega, ég held það þurfi ekki nema smápúss, ég finn að þetta er alveg að koma.
LS: Ok, flott!

Þegar hann steig út, sá ég mann um fertugt í formúlu eitt jakka. Jesús, hvað þetta er hallærisleg sjón hugsaði ég. Við völdum okkur góða ýtistaði og hann setti í gír. Bíllinn hinsvegar sat á kviðnum og af þeim sökum haggaðist hann ekki um millimeter. Enda leit það þannig út að hann hafi setið dágóða stund inní bílnum, spólandi eins og fábjáni.

LBS: Djöfull, þetta er alveg að koma hjá okkur, ef við hefðum mottur eða dúk, þá væri þetta ekkert mál.
LS: (hugsaði fábjáni!) Ertu ekki með mottur í bílnum?
LBS: Nei!...

LBS: Eða, jú... auðvitað er ég með bílamotturnar, ég get notað þær!

Þegar hér var komið sögu, var ég búinn að uppgötva það að aumingja maðurinn var enginn mannvitsbrekka heldur fábjáni og þegar hann fór að hamast á frambrettinu á bílnum, þvert á akstursstefnuna. Var ég búinn að gera mér grein fyrir því að þessi maður þyrfti miklu meira en bara smáhjálp. Þegar hann var búinn að beygla frambrettið, með þessum óskiljanlegu ýtingum sínum, sem ég veit ekki hverju átti að skila.
Fábjáni.

LS: Jæja, ég held að það sé ljóst að þú þurfir að hringja í einhvern vin þinn á fjórhjóladrifnum bíl til að kippa í þig.
LBS: Þeir eru allir í fríi!
LS: (Fábjáni hugsaði ég) Frábært, þá ættu þeir allir að komast, nema ég held að einn sé nóg!

Þar sem mér var orðið skítkalt, enda íþróttafötin gegndrepa af svita eftir æfinguna. Snéri ég mér að honum og kallaði, "þú reddar þessu mér er orðið skítkalt!" ... með þessum orðum kvaddi ég LBS.

Á leiðinni upp, kallaði ég hann amk 10 sinnum fábjána í huganum í viðbót en þegar ég var kominn í sturtu var ég sem betur fer hættur að hugsa um hann.
Þangað til að ég heyrði hvæsið í vél leigubílsins. Þá var hann sestur inn í bílinn, og hafði bara sett allt í botn. Þá bættist við töluna, 17-28 fábjánar.
(Mér rennur nefnilega svo fljótt reiðin að það er ekki efni nema í nokkra fábjána í einu).

Allavegana. Mannhelvítið gat átt sig.

Ég þekki menn, sem bókstaflega keyra um höfuðborgina á jeppunum sínum á svona dögum, til að hjálpa fólki að losa sig. Og ef þeir eiga ekki jeppa,... þá hjálpa þeir bara konum. Það er nefnilega þannig með sætar konur og brjóstin þeirra. Að þau virka mjög hvetjandi.
Til dæmis ýtir einn karl og falleg kona mun fastar en tveir karlar, þótt konan ýti ekki.
Þannig er það bara.
Nægjanlega falleg kona, við myndum reyna allt, ég hef til dæmis gert eftirfarandi til að aðstoða konu í neyð (topp 5 listinn);
1. Ég dansaði regndans sem skilaði því að allur snjór bráðnaði í kringum bílinn hennar og hún gat keyrt örugg í burt.
2. Ég skreið undir bílinn hennar og gróf allan snjó í burtu.
3. Ég hækkaði bílinn hennar upp og setti í hann fjórhjóladrif í leiðinni.
4. Ég tók bílinn hennar í sundur og stykki fyrir stykki endurbyggði ég hann í öruggu umhverfi.
5. Ég tjakkaði bílinn upp að framan, borgaði tveimur rónum fyrir að leggjast undir framdekkin svo hún gæti keyrt áfram án þess að spóla (sem tókst svona í helstu aðalatriðum).

... og svo eru svona leigubílstjórafábjánar að eyða tímanum manns í vitleysu.

Kallhelvítið hefur ekki viljað hringja á hjálp, því hann yrði aðhlátursefni og aðalumræðuefnið á öllum leigubílastöðvum, árshátíðum og svo framvegis.
Fábjáni.

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bwahahaha þetta var skemmtileg saga. Það hreyfir ekkert eins mikið við manni og karldurgur í lopapeysu á jeppa sem keyrir um bæinn í leit að kvenfólki í vandræðum. Nema ef væri skrifstofublók í jakkafötum og blankskóm sem ratar óvart inn í sömu aðstæður. Krókloppinn á fingrunum og bindið frosið fast við húddið.
Þið eruð svo kjút.

12:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

frábær saga, Langi.

6:19 PM  
Blogger Langi Sleði said...

takktakk tara og hildur.

10:57 AM  
Blogger Gadfly said...

Ok. Veit einhver hvar er hægt að kaupa glæra snjógalla? Mig vantar einn svoleiðis og þá get ég bara hringt í Langa-Sleða næst þegar ég festi mig í skafli.

5:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gerðu það segðu mér að þú sért yfir þrítugt og single!! Þú ert greinilega draumaprinsinn minn. Þvílikur hugur, þvílíkur húmor. :-)

1:31 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter