Tuesday, January 17, 2006

...göfugt

...allar mannanna skepnur, eru einhvern veginn eins. Ég hitti á magnaðan þátt um snæhlébarða í sjónvarpinu í gær.

Þrátt fyrir þessi mögnuðu dýr, sem lifa fyrir ofan 1800 m.y.s. í Asíu mikið til. Fannst mér samt miklu merkilegra að fylgjast með fólkinu sem var að leita hans. Eftir þrjár vikur í leit, höfðu þeir ekki séð einn einasta kisa. Enda fellur hann algerlega inn í landslagið. Einu skotin voru kyrrmyndir af fjöllum, þar sem maður gat rýnt og ... séð grjót...
Að lokum notuðu þeir hreyfingaskynjanlegar upptökuvélar til að taka upp hvern einasta maur sem átti leið um svæðið, og að lokum sáu þeir snæhlébarða... á myndbandi.
Það kom svo í ljós að þeim þótti gott að núa trýninu í eina ákveðna klettasnös og senda svo hlandskvettu með.
Í dag er þetta fullkomlega sambærilegt við að troða myndabrosinu í Séð og Heyrt. Spurning um hvort að við ættum nokkuð að nota orðið göfugt í þessum pistli eftir allt saman!

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter