Wednesday, January 11, 2006

...hún er gefin fyrir drama

...þessi dama.
Loksins loksins loksins.
Nú teljum við niður dagana þar til umræðan um ... hann ... er gleymd og ... já, grafin.

Þetta minnti mig á aðra meinlausari sögu, sem ég átti eftir að segja ykkur.

Þannig er það að sumar sögur, koma í ljós eins og flugur sækja í ljós. Maður þarf bara að horfa í áttina að ljósinu.
Aðrar sögur býr maður til, eins og pottaleppa handa mömmu sinni.
Enn aðrar sögur, dúndrast framan í mann, eins og blautur þvottapoki, allt of snemma morguns og gersamlega óumbeðinn.

Þetta er einmitt svoleiðis saga.

Ég var að koma heim úr júnísexíal saumaklúbbi eða af spilakvöldi með vinunum. Þið veljið hvort heldur sem er meira töff. Því Langi Sleði leggur mikið upp úr því að vera hipp og kúl í augum lesenda sinna.
...hvað um það.
Ég rölti þetta kvöld, upp í áttina að himnaríki. Sömu fjórar hæðir og hafa venjulega fært mig í varnarvirki sálarinnar. Fyrir ofan mig býr enginn nema Guð og kallinn sem leigir herbergi með aðgangi að salerni. Ég veit ekki hvort það sé af því hann reyki pípu en mig grunar það.
...hvað um það.
Á þriðju hæð, fer ég að verða var við megna pípulykt.
Var hann að reykja á ganginum? Hugsaði ég.
Hann hefur líklega verið að bíða eftir einhverjum í ganginum niðri og bara smellt sér í pípu, það er nú kannski engin dauðasök.
Rétt í þann mund sem ég er að stinga lyklinum í skránna (allt mjög erótískt), heyri ég þrusk. Ég hinkra stundarkorn og heyri þá aftur þrusk.
Þá datt mér í hug að nágranni minn, lægi ölóður á efsta pallinum, með logandi pípu í öðru munnvikinu.
Ég áréð að kíkja upp á efstu hæð og er ég sný mér við, þegar ég er hálfnaður upp stigann, sé ég nágranna minn skjótast inn um hurðina.
...hvað um það.
Nú geri ég pásu. Stend upp og fæ mér whiskýstaup... Þið skiljið, innan tíðar.
...
..
Nágranni minn skaust í gegnum dyrnar sínar, íklæddur muskubleikri korsellettu, með bláum slaufum, einum fata.
Á höfðinu var hann með svarta hárkollu, af ódýrustu gerð og hann hafði ekki einu sinni haft fyrir því að greiða sér almennilega.
Eitt enn... hann hélt á pípunni.
Einhvern veginn var mín fyrst hugsun, ég vissi að hann væri að reykja! En þær hugsanir sem seinna meir bættust í hópinn, áttu ekkert skylt við reykingar.

Núna, líklega mánuði síðar, veit ég ekki enn hvernig ég mun bregðast við er ég faðma dökkhærða stúlku í muskubleikri korsellettu. Það er allavegana ekki á dagskrá... Í laaaangan laangan tíma.

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Blogger Jóda said...

Hvernig í ósköpunum veist þú hvernig muskubleikur litur er???

1:09 PM  
Blogger Kristin said...

ojbara!

4:54 PM  
Blogger Gadfly said...

Þessir litlu atburðir -eitthvað til að segja frá síðar, úr þeim er lífið búið til.

11:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Just another sexy mother f.....!

9:42 AM  
Blogger Langi Sleði said...

halldóra: allar konurnar sem kommenta hérna, galdra í mig kvenlegt innsæi... sem meðal annars felur í sér yfirgripsmikla þekkingu á litum.

kristin: ég veit!

sápuópera: nákvæmlega, svo er það bara spurning hvort sálin örvist eða örist

anóní: your words only!

1:14 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter