Thursday, January 05, 2006

...það sem skiptir mig ekki máli

...gerir það í alvöru ekki.
Og hvað í fjandanum þýðir það? Gætuð þið spurt!
Þýðir það nokkurn skapaðan hlut yfirleitt?
Jú, við þekkjum öll þetta fólk sem rembist við að hafa skoðun á nákvæmlega öllu. Stjórnmálamenn eru til dæmis öfgadæmi, þar sem þeim er borgað fyrir að hafa skoðun á öllu. Hinar öfgarnar eru náttúrulega fréttamenn, sem er borgað fyrir að hafa neinar skoðanir (sem þeim gengur nú ekkert voðalega vel með heldur).
Við erum flest þarna einhversstaðar á milli.
En...þetta vitum við og er nákvæmlega ekki áhugavert.
Það sem mér finnst skemmtilegt, er hvernig þetta kemur fram hjá okkur hinum.
Ég pæli til dæmis aldrei í því hvernig mjólk ég kaupi (blá eða gul eða fjör), bara ekki undanrennu, samt vel ég appelsínusafa af mikilli kostgæfni.
...
..
.
Ég var kominn með langan lista af hlutum sem furðulega, skipta mig máli og hlutum sem skipta mig engu máli.
Heildarmálið og það sem mig langar að segja ykkur frá hér er að ég er mjög meðvitað utan við mig í þeim málum sem skipta mig ekki máli. Einn af þessum og þeim hlutum snýst um sjampó. Mér er nákvæmlega sama hvaða sjampóbrúsa ég kaupi. Ég er dökkhærður og er með slétt venjulegt hár. Það er ekkert langt síðan ég uppgötvaði að sum sjampó eru fyrir þurrt hár, permanent, aflitað, litað, feitt, og guð má vita hvað. Þið sem haldið annað, well af hverju veljið þið þá ekki líka sérstaka handsápu? Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað maður velur. Hvað um það! Það skiptir hinsvegar máli, þegar maður tekur hárnæringu í misgripum í búðinni. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef keypt marga hárnæringabrúsa...óvart og ekki komist að því fyrr en ég er að þvo mér uppúr einhverju sem ekki freyðir. Ég nota ekki einu sinni hárnæringu.
Allavegana, ég var að henda 6 fullum brúsum af hárnæringu, ég geymdi 2 eða 3 brúsa. Er ekki alveg viss. Líklega mun ég þó frekar nota handsápuna, já eða uppþvottalöginn í hallæri!
Hvað um það!

Góðar stundir
Langi Sleði

6 Comments:

Blogger inga hanna said...

Ég man vel þegar ég fattaði þetta með ólíkar hártegundir og sjampó.
Lítil, en þó læs, sá ég að heimilissjampóið var fyrir þurrt hár. Lenti í hálfgerðum vandræðum með að ná því úr þurru hárinu.

11:22 PM  
Blogger Langi Sleði said...

inga hanna: já, djöss böggur hefur það verið.

3:54 PM  
Blogger Kristin said...

Sleði, þú getur notað hárnæringuna þegar mýkingarefnið er búið.. (ekki það að ég noti mýkingarefni! óumhverfisvænn óþarfi)

9:27 PM  
Blogger Jóda said...

Kristín: Virkar það í alvörunni?
(sá fyrir mér mikla hagræðingu í peningabuddu heimilisins míns og Langa Sleða - sem er algjörlega aðskilin budda)

2:01 PM  
Blogger Kristin said...

já. Myndi samt ekki nota mýkingarefnið í hárið...

8:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Maður sem ekki veit að til eru sjampó fyrir mismunandi hártegundir, notar að öllu líkindum ekki mýkingarefni í þvottinn sinn....

11:13 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter