Sunday, January 08, 2006

...tónleikar

...þið eruð líklega í þann mund að missa af bestu tónleikum ársins. Ég er búinn að hlakka til síðan í nóvember að hlusta á Tallis Scholars. Þetta er kór sem er líklega viðurkenndur sem fremsti kór á sínu sviði í heiminum. Þessi tónlist, er bara himnesk. Hér getið þið hlustað á tóndæmi.
Hins vegar, áttu hvorki tólf tónar né skífudruslan einn einasta disk með þessum snillingum. Enda var klassísk tónlist nánast lögð niður, þegar Japis dó. Það að klassísku deildirnar deyi hér á Íslandi... er það ekki að segja okkur að klassíska fólkið sé að stela músík? Það er allavegana í samræmi við skífuheimspekina.
Ég pantaði mér því nokkra diska í gegnum amazon...og svo.. nokkra öðruvísi diska... og svo bækur...ohhh... Það er aldrei hægt að kaupa eitthvað eitt á amazon. Það virkjast einhvern veginn í mér kaupkvengenið. Kannski að það sé ekki tilviljun að lykilorðið mitt á amazon sé kaupakonanhansbensaígröf.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

javist eru tallis scholars jettegóðir en af hverju er tóndæmis linkurinn að senda mig beint á heimasíðu skrattans?

palmi

8:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju með afmælið Sleði :)

10:35 AM  
Blogger Langi Sleði said...

anóní: því að ... bara.
hildur: takktakk :-)

5:22 PM  
Blogger Kristin said...

nu bara sonna! Til hamingju :)

11:22 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter