Sunday, January 22, 2006

...var að lesa moggann

... og finn mig knúinn til að óska depressíva mannhelvítinu sem sér um sjónvarpsdagskrána til hamingju, með laugardagskvöldið. Þetta myndaval lyktar eins og eitthvað sem vinirnir hafa manað hann til að gera... af því það er fyndið.

mynd nr eitt.
Sandra Bullock, alkóhólisti í meðferð. Líklega ekkert verra til.
mynd nr. tvö.
jú. JLo, lögga að reyna að væla út kall til að ríða sér, en hann er ekki til í það því hann er nýbúinn að drepa fjölskylduna í bílslysi.
mynd nr. þrjú.
og til að toppa allt! Fjórar systur vistaðar á þvottahúsi og barðar í buff þar til þær brotna niður.

svo er fólk nauðugt látið borga fyrir þetta í þokkabót.
Fokkalega.
Gerið eitthvað annað í kvöld en að horfa á sjónvarpið.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Blogger inga hanna said...

þú hefur greinilega bara gleymt stóískri ró kertaljóss. bílslysamaðurinn og jlo virkuðu fínt með nokkrum kertum.

11:12 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter