Sunday, March 26, 2006

...kvörtun

...sko.
Það er gersamlega óskiljanlegt að osta og smjörsalan finni sig knúna til að framleiða oststykki eins og fífl.
Hver þekkir ekki pirringinn við hvað kantarnir hrannast alltaf upp?
Sú aðgerð að pressa ostinn einhvern veginn þannig að það séu allt að helmingi fleiri sneiðar út við kantana, en í miðjunni er bara furðuleg.
Ég skil ekki svona hegðun!

Góðar stundir
Langi Sleði

Wednesday, March 22, 2006

...úrslit

...úrslit
gerast alveg rosalega hægt. Ég meina maður skiptir kannski um ólar oft, en úr slitna afburðahægt. Svona næstum því jafnhægt og ég var að komast inn á heimili mitt hér í netheimum.
Ég vil byrja á að þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna, því ég fékk fullt af skemmtilegum málsháttum og hér eru þeir allir saman (í einfaldri röð):

Halldóra: - oft leynist hestur bak við skúr.
Halldóra: - Sjaldan er eitt sæti laust í bíó.
fffffff : Sjaldan standa tveir pelikanar saman nema annar sé bleikur.
Lindablinda: Hann er bara helvítis rotta í gæruskinni
útifrík: Betri er hundur uppi á hól en álfur í sauðargæru.
Lindablinda: Einum kennt, öðrum hent.
baun: Góður er einn fugl og tveir í skógi
Lindablinda: Betri er sandur á gólfi en í kassa. (Lindablinda ! ég hata ketti ... þetta átt þú að vita!)
Lindablinda: Ekki er sófi sófi nema klórutré sé.
Lindablinda: Fegurri er fiskur í sófa en fiskur á diski.
baun: Oft er í skolti skíthrætt grey (krókódíll)
baun: Sjaldan er ein æð of oft sogin (lús)
baun: Íslendingar vilja SS pylsur (kind)
baun: Eitt gat er öðru líkt (samkynhneigður labrador)
inga hanna: Ekki þarf hár næringu ef satt er.
sápuópera: Enginn skyldi í annars garði skíta.
elin: Oft stoppar strætó á hlemmi.

Margt skemmtilegt hér á ferðinni og ég er mikið búinn að hlæja að þessu.
Það eru 2 málshættir sem ég get ekki gert upp á milli og höfundum báðum boðið upp á veitingar að eigin vali.

"Oft er í skolti skíthrætt grey" (þessi finnst mér alveg frábær og fyndinn, svo hann er meira að segja stuðlaður)
og
"Enginn skyldi í annars garði skíta" (þessi er svo djúpur, en reyndar svo réttur að það kemur manni á óvart að hann sé ekki í notkun og auðvitað stuðlaði sápuópera þennan)

Auk þess vil ég taka fram að 2 aukaverðlaun fyrir húmor hljóta.

"Betri er hundur uppi á hól en álfur í sauðargæru"
og
"Oft leynist hestur bak við skúr"

Þessir eru skemmtilega furðulegir, einstakur húmor í þessu.
Þeim er líka boðið upp á veitingar.

Ég bendi þeim sem vilja vitja verðlaunanna að hafa samband við mig langi_sledi@hotmail.com og við finnum einhvern tíma.
Góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, March 19, 2006

...nýtt fyrir mér

...að fá fyrirtækjaklæðnað. Þar sem ég hef aldrei unnið í rauða hverfinu áður!
Allt fannst mér þetta eitthvað frekar þröngt og slæmt snið. Það var ekki fyrr en ég gekk á móður mína að hún viðurkenndi að 3 ermar væri ekki normið.
Enda hefur orðatiltækið með tvær hendur fullar fjár", ekki haft sérstaka meiningu í mínum huga.
Það varð til þess að ég samþykkti að taka að mér starfið.
Það fittaði í dagskrána.

Svo vil ég minna þá sem vilja taka þátt í keppninni, að það styttist í miðvikudaginn.

Góðar stundir
Langi Sleði

Tuesday, March 14, 2006

... bjútifúl

Cause you're so beautiful
You're beautiful today
You're so beautiful
Beautiful in every little way
Cause when you're coming around
I'm off the ground
I've got to say
You're so beautiful
You're beautiful today

Einhvern veginn datt mér þessi lagstúfur í hug á meðan ég var að trimma nefhárin!
Ég fer nefnilega í starfsviðtal á föstudaginn. Er ekki enn búinn að gera það upp við mig hvort ég vilji starfið. Ekki meira um það hér.

Við þekkjum öll, það að setjast á of kalda klósettsetu. Þetta rifjaðist all hranalega upp fyrir mér núna áðan, þegar skyldan kallaði. Nú ég var fljótur að uppgötva að það var verið að eyða sönnunargögnum um fyrri veru á salerninu, en það hafði ekki tekist að fullu. Ég hrópaði upp af skelfingu "æjæjæjæææææ...æks" um leið og rasskinnarnar kysstu frostræsta klósettsetuna. Um leið og ég settist datt mér í hug þessi fíni málsháttur. "Betri er ókunn kúkalykt, en ísköld klósettseta, svo lengi sem blómin lifa."

En þessi kúkasaga er kannski svolítið óþægilegur formáli á hugmyndinni sem ég fékk þarna inni.
Því mér datt í hug að halda samkeppni. Taddara!
Samkeppni um það að búa til málshátt. En það er ekki allt því hann má ekki vera frá mannanna sjónarmiði, heldur verðið þið að velja viðfangsefni. Ég er búinn að skemmta mér konunglega að búa til málshætti fyrir dýra, jurta og steinaríkið.

Hér er einn málsháttur ortur, út frá sjónarhóli kindar:
"Betri eru spörð í gæru, en skörð í eyru!

Mér finnst þetta óheyrilega fyndið.+
Allavegana
Vinningshafinn, hlýtur að launum kaffi og köku eða drykk að eigin vali á veitingahúsi hér í bæ. Fer eftir tímasetningu verðlaunaafheningar.
Verðlaunhafi verður kynntur eftir 8 daga.

Góðar stundir
Langi Sleði

Wednesday, March 08, 2006

...fassjón strákar!


...stundum og bara stundum fara hlutirnir svo hræðilega aflaga.
Almennt séð set ég ekki út á útlit fólks, nema það sé almennilega ljótt. Og ég níðist ekki á fólki, nema það eigi það skilið!
Ég er góður strákur.
Ég er strákur sem fór í sund áðan!
Fyrir utan laugardalinn stóðu 3 fótboltastrákar, hver öðrum hnakkaðri. Þeir voru allir búnir að taka complete makeover í hnakkapakkann. Ljósar strípur, sprautubrúnka og viðbjóður. Það minnti mig á kvartanir vinkonu minnar sem býr í Japan, um að þar væru engir almennilegir karlmenn. Bara helvítis kellingakallar sem versluðu í kellingabúðum, m.ö.o. hnakkar!
Hnakkatískan á bara eftir að versna og við endum uppi með einhverja skelfingu eins og myndin sýnir.
Allavegana, þeir voru náttúrulega allir í símanum þegar ég gekk framhjá þeim og í búningsklefunum rakst ég á gömul og kunnugleg andlit.
Að vísu sá ég nýtt skilti sem vakti mikla kátínu hjá mér!
"Aðeins skal nota hárblásarann til að þurrka hár á höfði" (sjá eldri færslu)
Yndislegt.
...En.
Af sturtuferðinni eru engar sérstakar sögur og ég settist út í pott. Já, á "góða staðinn!" Skömmu síðar koma hnakkarnir ofaní og byrja eitthvað að spjalla.
Ég get svolifandisvariðfyrirþað að þeir voru að tala um hárgreiðslumanninn sinn. Hvað, hver, græddi á því að skipta um stofu, því hann tók þá fullt af kúnnum með sér því hann var svo góður hárgreiðslumaður. Auðvitað ætluðu þeir að versla á föstudaginn því þá voru væntanlegar nýjar vörur í Kringlunni.
Ég sem hélt að hnakkatískan væri bara útlitslegt element.
Áður en ég vissi af þá var ég kominn í fósturstellinguna og tár láku niður kinnarnar.

Finnst ykkur þetta í alvörunni svona smart?

Góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, March 05, 2006

...skpiulag

...mér finnast skipulagsdagar IKEA mjög gott framtak. Auglýsingin með stafaruglinu finnst mér þó ókúl og alls ekki sniðug, hvað þá fyndin.
En að þetta hafi allt endað í pikuslag alþingiskvenna, "I just didn't see that coming".

Er verið að búa til nýja vídd í auglýsingum?
Eftir að hafa horft á, sjokkerandi auglýsingar af börnum (blátt áfram herferðina), sem segja sorgmædd frá því að enginn megi snerta þau kynferðislega
Hvað næst, spyr ég nú bara!?!?

Mér dettur eitt í hug!
Breyting á "það má ekki.. textanum"

Það má ekki hlaupa út á völl...
og ekki sleikja ókunnugan böll
ekki elta fugla
sem upp í krakka skíta
og ekki nota duftið þetta hvíta.

...þetta fullorðna fólk er svo skrítið...

vá hvað tímarnir hafa breyst.

Góðar stundir
Langi Sleði

Saturday, March 04, 2006

...svooo kalt

...í morgun að hefði ég verið stelpa, þá hefði ég fengið blöðrubólgu. Of mörg ef og hefði segið þið kannski, en þetta er í síðasta skipti sem ég fer í mínípilsi og g-streng í vinnuna.
...
Hvað um það.
...
Mér var í alvörunni kalt þarna og þetta minnti mig á þegar mér var síðast svona kalt.
...
Ég var á skíðum í Finnlandi, það var 25 stiga frost og hægur andvari.
Í hátalarakerfinu glumdi í sífellu: Henkala pukkulu jörvaaalla, pankana kommarna!
Er ég spurði ferðafélaga mína hvað þetta þýddi, fékk ég þau svör að það væri verið að minna fólk á að klípa í kinnarnar á sér, til að athuga hvort að það væri komið með frostbit.
Ég var í fínu lagi, fann ekki fyrir neinu.
Skömmu síðar var ég kominn inn í indíánatjald úr timbri með eldi í miðjunni. Þarna var Stroh afgreitt.
Hálftíma síðar voru kinnarnar orðnar rjóðar á ný.
Þau voru búin að panta gufuklefa og að loknu vodka, bjór og 100°c. Var ég að drepast úr hita.
Innisundlaugin var nú farin að hljóma rosalega freistandi.
Ég rölti yfir, en þegar ég opnaði dyrnar að sundlauginni mætti mér kuldaboli í eigin persónu. Þvílíkur kuldaveggur. En mér var heitt og ég skellti mér í laugina. Skellti mér, er kannski ekki alveg rétta orðið, því laumaði er betra.
Þarna stóð ég í lauginni, aleinn, með ískalt vatn upp á mið læri. Einn, tveir og nú, hugsaði ég 10-20 sinnum, án þess að hreyfa legg né lið.
...og ég samdi vísu
Í klofi djásnin kólu,
kæri vinur minn.
Sæðið ei sá sólu,
svíður klakakinn.
...
Skyndilega er hurðin rifin upp á gátt og tvær fullorðnar konur ryðjast á bólakaf í sundlaugina, með þeim afleiðingum að ég varð að standa á tám til þess að djásnin yrðu ekki öldunum að bráð.
10 sekúndum síðar, spruttu þær uppúr, fóru út í snjóinn og veltu sér uppúr honum.
sjittsjittsjitt.
Þegar þær voru farnar inn aftur, klifraði ég uppúr lauginni og drekkti sorgum mínum. Það var nákvæmlega ekkert sem ég gat gert til þess að endurheimta karlmennsku mína.
Hún var farin og það þýddi ekkert að gráta það.

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter