Friday, May 05, 2006

...ég gat ekki meir

...svo ég hringdi í klipparann í dag
Langi Sleði: Sæll, þetta er ég, Langi Sleði! Ég veit að ég er að hringja í þig kl 4 á föstudagseftirmiðdegi og þú átt örugglega engan tíma til að taka á móti mér í dag. En ég varð að hringja, annars hefði ég orðið svo svekktur í kvöld út í sjálfan mig yfir því að hafa ekki hringt.
Klippari: Sæll Langi, ég á alltaf tíma fyrir þig. Það er laus tími kl 5.

Jeijj..

Ég var svo glaður og ánægður að vera á meðal fólks að
ég tók ekki eftir því að ég þurfti að bíða í 45 mínútur. Kannski var ég bara svona niðursokkinn í Sogið & Logið.

Hvað um það.

Þegar röðin kom að mér, var Bó Halldórs diskurinn loksins að klárast. Svo að hann ýtti aftur á play.

Þegar hann var að ljúka klippingunni tók hann svona bursta til að hreinsa burtu skornar hetjur, þá gaus upp þess viðbjóðslega skítafýla úr þessum úldna bursta. Allir iðnaðarmenn sem höfðu nokkurn tímann komið þarna inn voru nú að kitla mig í hálsinn.

Hvað um það.

Svo setti hann eitthvað vax í hárið á mér og ég var permanently kominn í smell hell.

Fyrir utan hitti ég kjarnafjölskylduna. Aldagamlan vin, við deildum meira að segja kærustunum. Sunddramadrottning, sem hann varð að gefa upp á bátinn, því hann var orðinn svo slæmur í hnjánum. Þríeykið var á leiðinni í sumarbústaðinn, fullhlaðin fjölskylda, brosandi framan í lífið.

Nú er það bólið fyrir mig, ég er gjörsamlega búinn.
Klukkan bara 11 á föstudagskvöldi.

Góðar stundir
Langi Sleði

7 Comments:

Blogger Jóda said...

Hvar ferð þú eiginlega í klippingu?

8:58 AM  
Blogger Langi Sleði said...

ég fer í klippingu við hliðina á hestabúðinni!

12:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

smell hell - RÚH (rifna úr hlátri - ef þú skyldir ekki vera inni í íslenskri samræmingu upphrópana)

ilmvatnshæðir stórmagasína eru einmitt smell hell, ég held í mér andanum þegar ég bruna í gegnum slíka hrika-staði

12:15 PM  
Blogger Blinda said...

Þú ert greinilega mjög metró maður Langi.

8:23 PM  
Blogger Kristin said...

thu lifir ahaettusömu lifi...

5:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eitt augnablik hélt ég að ég væri sunddramadrottningin .... ;) .. tíhí

8:31 AM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: Já, ilmvatnshæðir stórmagasína eru sannanlega "vitavíti"
lindablinda: Ef þú bara vissir helminginn!
kristin: Já, ég er spennufíkill!
klara: Ég nenni nú ekki að gera endalaust grín að því þegar þú mættir í sundbol í sund. Af því að stelpurnar voru sexí í honum.
En við vitum semsagt báðir að við erum að tala um Halldór Blöndal!

10:00 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter