Tuesday, May 02, 2006

...langavitleysa

...á tímabili hélt ég að ég væri ósigrandi.
Krafturinn, velviljinn og fegurðin svo sterk að mér héldu engin bönd. Ég var á leiðinni að sigr... bjarga heiminum.
Það var þá sem ég skar mig á tómatahnífnum og mikið djöfull var það sárt.
Ég elska tómata.
Það er ekkert betra álegg til, nema hugsanlega ostur. Vinur minn skar sig einu sinni á ostaskera, en hann var náttúrulega ekki ofurhetja eins og ég.
Hehh.. Að skera sig á ostaskera.
Allavegana.
Aftur að ofurhetjutilburðunum.
Ég var virkilega, eftir margra ára streð orðinn konungur ríkidæmis míns, sem reyndar takmarkaðist af 4 veggjum heimilisins.
Ekki það að allt sem innan þessara veggja sé fullkomlega að mínu skapi í einhverju allsherjarplani. Langt því frá!
En ég var tilbúinn að útvíkka yfirráðasvæðið, þannig að ég skráði mig á dansnámskeið.
...
Meira af því síðar.
En það er bókstaflega ekkert sem ég get ekki gert, nema snert á mér tærnar. Strákar eiga að vera stirðir! Það er karlmannlegra. Það er í stíl við amerísku ofurhetjuna sem rekur öxi á bólakaf í hundrað ára gamalt tré. Eða íslenska sjóarann sem sefur brennivínsdauða í úldnuðum selskinnsgalla einhversstaðar nálægt skipi.
Þessir menn hafa aldrei þurft að vera liðugir. Það er kúl að vera stirð ofurhetja. Það er meiri saga, meiri hefð, í stirðleika.
Það er sterkara að vera stirður.

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Alveg er ég viss um að Egill Skallagrímsson hafi getað snert á sér tærnar.

Gef ostinum mitt atkvæði.

6:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

það er afar karlmannlegt að vera stirður, sterkur, stjarfur, stirðmæltur...

karlar sem geta snert á sér tærnar eru upp til hópa ballettdansarar

9:05 AM  
Blogger Blinda said...

Egill var náttúrulega bara 50 sentímetrar, en mér finnst lítið karlmannlegt við mann sem getur ekki klætt sig sjálfur í sokkana.

11:02 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter