Tuesday, October 31, 2006

...Kazakhstan 1

Samtal Langa Sleða og konu í hrefnuþyngdarflokkinum.

Hún: ...svo er árshátíðin að koma!
Langi Sleði: Nú er það já, hvar verður hún haldin!
Hún: Hótel Íslandi, þar var hún líka í fyrra ... og veistu hvað? Maturinn var ógisslegur!
Langi Sleði: "Í alvöru, verri en í mötuneytinu hér?" (Samkvæmt skilgreiningu Langa Sleða, féll maturinn í mötuneytinu undir fóður, ekki mat)
Hún: Já þetta var ömurlegt, voða pempíulegt eitthvað og alltof litlir skammtar!
Langi Sleði: Já, það er frekar leiðinlegt að fá ekki nóg að borða.
Hún: Já, en við vorum nú ekki lengi að redda því! Ég leigði mér hótelherbergi og við vorum nokkur sem fórum bara beint upp á herbergi að drekka og pöntuðum svo pizzur eins og við vildum alla nóttina!
Langi Sleði: (orðfár)
Langi Sleði: "Já, það er líklega ómögulegt að drekka í tóman maga".
Hún: "Ég ætla bara að vona að þetta verði betra núna, samt var ógisslega gaman!"

Góðar stundir
Langi Sleði

Monday, October 30, 2006

...útskýringar, afsakanir og Kazakhstan

...sögulegar skýringar á sögulegri fjarveru minni eiga sér afsakanir, drauma og þrár. Þó að draumar og þrár komi yfirleitt afsökunum lítið við, þá verðið þið að viðurkenna að það passar ógnarlega vel þarna inn.
Hér verður gaman á næstunni því nú á ég ótal skemmtilegar sögur af fólki þar sem ég hef verið að vinna í Kazakhstan undanfarið.

Góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, October 22, 2006

...kjeddlingar

...þar sem vinkona mín, spriklarinn skrifaði svo skemmtilega um klikkaðar konur, þá verð ég að slást í hópinn. Ef það er þá hægt er að tala um hóp í slíku tilfelli.
Langi Sleði var nefnilega á djörfum tíma á laugardagsmorgni á heimleið eftir ölæði og kvennafans.
Ég rölti rólega heim í næturkulinu og tók eftir því að gæði og ástand kvenna rýrnuðu eftir því sem ég nálgaðist Hlemm. Ég beygði upp Snorrabrautina og fyrir framan málverkastofu Péturs Gauts sat hnípin kona á steypustaut, sem er í raun gerður til að hindra umferð bíla. Nú hugsa sumir að þarna hafi Langi Sleði hitt draumadísina við fullkomnar aðstæður, en svo var ekki.
Á einhvern undarlegan máta hafði konan sofnað á þessum steypustaut.
Í fyrstu hugsaði ég: "Ætti ég að láta hana vera? ... Hmmm, á maður að skipta sér af svona?"
Langi Sleði: "Halló! Er allt í lagi?"
Engin viðbrögð, ég greip í öxl hennar og vakti hana.
Langi Sleði: "Er allt í lagi hjá þér?"
Kona: "ha, já,já. Ég er í lagi"
Langi Sleði: "Á ekki að koma sér heim? Þú getur bara lent í vandræðum með svona hegðun hérna!"
Kona: "jú, jú ég er að fara heim!" sagði hún og draup höfði á ný
Langi Sleði: "Vakna!" sagði ég og hristi hana rösklega.
Kona: "já, já ég er vöknuð" svaraði hún með drafandi röddu
Kona: "Viltu hjálpa mér heim?" spurði hún og byrjaði að grenja. Hún reyndi að standa upp og ég greip hana áður en hún datt í jörðina.
Langi Sleði: "Já ekkert mál, býrðu hérna rétt hjá?" (konan var ekki að fara að labba 5 metra af sjálfsdáðum)
Kona: "Já, ég er bara hérna rétt hjá!"
Langi Sleði: "Hvar býrðu?"
Kona: "Ásvallagötu!"
Ég setti konuna aftur á steypustautinn og sagðist skyldu hringja á bíl fyrir hana.
Kona (hágrátandi): "æi takk voðalega ertu góður við mig!"
Í stað þess að þurfa að hlusta á væl, spurði ég hvort að hún hefði skemmt sér vel fyrr í kvöld.
Kona: "Já, ég var í fertugsafmæli hjá vinkonu minni! Ofsalega gaman, fólk fór bara svo snemma heim" (enn grátandi).
Langi Sleði: "Nú, hvað er þetta!"
Allt í einu kikkaði helvítis kellingageðveikin inn.
Kona: "Farð þú bara, ég bjarga mér alveg!"
Langi Sleði: "Nei ég bíð með þér þangað til leigubíllinn kemur"
Kona: "Nei, nei... það er svo kalt úti...farðu bara!"
Langi Sleði: "Nei, mér er alls ekki kalt, ég er vel klæddur!"
Kona: "Hringdirðu á bíl?"
Langi Sleði: "Já, hann hlýtur að fara að koma"
Kona: "Þú hringdir ekkert á bíl! Þú ert bara að ljúga að mér! Hver ertu eiginlega?"
Langi Sleði: "Jú, jú, við bíðum bara róleg"
Kona(enn grenjandi): "Maðurinn minn, ég veit ekki hvað maðurinn minn á eftir að segja, hann verður alveg brjálaður)"
Ég hugsaði, annað hvort heldur hún að ég sé einhver helvítis níðingur eða hún er búin að vera að ríða einhverjum gömlum kærasta... og ég held að hún hafi ekki alveg verið í standi til þess. Hún heldur að ég sé níðingur!!

Sem betur fer kom leigubíllinn fljótlega og ég hélt nánast á konunni í bílinn.
Ég rölti hins vegar heim og hugsaði: "Þetta er ástæðan fyrir því að góðu strákarnir ná aldrei í góðu stelpurnar... Helvítis skrímsli búin að fokka í þeim og skemma í þeim sálirnar, svo þegar þær hitta okkur sem reynum að vera almennilegir! Þá halda þær að við séum perrar og níðingar!"
Andskotans, helvítis djöfulsins rassgat!

Þegar heim var komið byrjaði ég á því að fá mér snarl og endaði svo á heitri sturtu. Skreið svo nakinn, einn upp í rúm og hugsaði: "Það borgar sig örugglega einhvern tímann að vera góður"

Góðar stundir
Langi Sleði

Tuesday, October 17, 2006

...eins og Laulau í búðinni

...var einhvern veginn það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég tölti inn á efri hæðina á Sólon.
Þekkti aldrei Laulau í búðinni og veit í raun ekki hvort að hún hafi nokkurn tímann verið til!
Þekkti ekki heldur þetta fólk sem ég var að fara að hitta, tjahh nema suma, þekkti ég rétt rúmlega tæplega.
Settist niður við bloggaraborðið, var kynntur og kynnti mig.
Lagði fingurna á borðið og sagði: "Jahérna, þetta er bara eins og að vera heima hjá sér!"

Nema ég var í aðmírálsbúning...ekki á nærbuxum og netabol... eins og núna!

Afgangurinn skráist á spjöld sögunnar.
Kvöldið leið í rjómablíðu, allir í spariskapi!
Anna
Sápuópera
Spriklarinn
Beta
Beggi
Hugskot
Kalli
Hugi
Harpa
og öll þið hin. Takk fyrir frábært kvöld.

Góðar stundir
Langi Sleði

Wednesday, October 11, 2006

...partýgalli

...í gærkvöldi hóf ég undirbúning við hamagang á Hóli.
Nánar til tekið grímuballið hennar Önnupúnkturis.
Byrjaði á því sársaukafyllsta við búninginn og var orðinn draghaltur eftir hálftíma. Og mikið djöfull var þetta vont. Síðan þá hef ég orðið var við mjög skrýtnar aukaverkanir eins og yfirgengileg þörf til að kaupa mér lepp... og jafnvel hef ég rennt hýru auga til páfagauka.
...en það er allt annars eðlis!
Nú gæti margur dregið þær ályktanir að ég hafi tekið vinstri fótinn af við hné og ætli mér að vera í búningi sjóræningja með tréfót, en svo er ekki.
Ég verð eitthvað allt allt annað sem bannað er að segja frá.

Góðar stundir
Langi Sleði

Monday, October 09, 2006

...slaufan

...það er enginn annar heimur með færri tárum.
Ég stend á stöfum og orðum, horfi yfir lífsins landslag,
í algerri þögn.
Bælt engið, sýnir að hlátur og hlust hafi farið þar um og lent í átökum við orðanna vant.
Átök sem enduðu í algerri þögn.

Góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, October 08, 2006

...landið og miðin

...allir vita að Finnland er vel þekkt sem þúsundvatnalandið.
Langi Sleði heimsótti í gær plánetuna Oliver, sem er einnig þekkt sem þúsundtímaljósabekkjalandið.

Góðar stundir
Langi Sleði

Thursday, October 05, 2006

...gengisfelling íþrótta

...sumar íþróttir eiga það til að falla í gengi, þegar maður umgengst byrjendur. Við það breytist æfing í leikfimi.
Sem er svona konu- eitthvað!

Góðar stundir
Langi Sleði

Monday, October 02, 2006

...vakandi augu!

...vegna síðustu færslu Langa Sleða, hafa spurningar fyllt upp tómið, svona eins og árnar fylla upp lónið!
Það er nú svo að ef og ske skyldi, þá mætti vafalaust skrifa margar síður um samkvæmislíf Langa Sleða við hitt kynið.
Hins vegar er trúnaður vanmetinn og hér er hið sanna því aðeins ritað á milli línanna, í fullu samræmi við þennan svokallaða "fyrri daginn".
Langi Sleði ritaði því niður bók er bar heitið "15. september til 30 september". Langa Sleða datt í hug að henda svona handriti í ritstjóra, sem myndi þar af leiðandi gleymast, en uppgötvast sem meistaraverk að dögum mínum liðnum. Fyrsti ritstjórinn sagði þetta tvímælalaust eina beittustu háðsádeilu á íslenskt velferðarþjóðfélag sem hann hafði lesið. Bætti svo við að hann vildi endilega gefa þetta út sem fyrst! I qoute: "Loksins eignumst við okkar eigin 9/11". Þá datt mér í hug að skella þessu í þjóðskjalasafnið og láta það týnast þar innan um önnur ævintýri. Húsvörðurinn henti mér hins vegar út þegar hann kom að mér þar sem ég var að hefta ævintýrin mín, aftan við þjóðsögur Jóns Árnasonar. Sagði að svona fáránleiki væri úr öllum stíl við Jón Árnason. Benti mér hins vegar á að tala við H.C Andersen og Lewis Carrol (Lísa í Undralandi), er búinn að senda þeim báðum email og bíð í ofvæni eftir svari.

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter