Friday, November 10, 2006

...Kazakhstan 3

...eða nei!
Þær krassandi sögur sem ég luma enn á verða einungis sagðar á milli laka.
Ástæðan er einfaldlega sú að ég verð að tryggja leynd kúnna.
Hins vegar, lyftist á mér brúnin þegar ég fór að versla í Nóatúni áðan. Fannst það mjög svalt að storma þarna inn með rauða handkörfu og fylla hana eingöngu af súkkulaði.
Rölti svo inn að grænmetisborðinu, þar sem jarðaberin voru og hitti þar móður, sem lá allhátt rómurinn, skamma 15 ára son sinn.
móðir: "ÉG BARA SKIL EKKERT Í ÞÉR!... HVAÐ VARSTU EIGINLEGA AÐ HUGSA?
sonur (í aumkunarverðum tón): "mamma!"
móðir: "ÞAÐ ER NÁKVÆMLEGA VANDAMÁLIÐ... ÞÚ VARST EKKI AÐ HUGSA, ÞÚ HUGSAR ALDREI ÁÐUR EN ÞÚ FRAMKVÆMIR!"...AÐ DETTA ÞETTA Í HUG!
sonur: "Það verða allir að byrja einhvern tímann?"
móðir: "ÞÚ SKALT EKKI TALA SVONA VIÐ MIG, GÓÐI MINN. ÞAÐ SEGIR MÉR ENGINN AÐ ÞAÐ SÉ EÐLILEGT AÐ VERA LÚBARINN Í FYRSTA TÍMANUM"
sonur: "ég skil ekki af hverju þú ert að æsa þig svona?"
móðir: "EF ÉG SÉ ÞIG EINHVERN TÍMANN NOTA SVONA TÆKONDÓR BRÖGÐ Á BRÆÐUR ÞÍNA, ÞÁ BORGAR ÞÚ MÉR HVERN EINASTA TÍMA TIL BAKA... OG ÉG HELD BÓKHALD VINUR!"
sonur: "þetta heitir tækwondó"
Ég horfði framan í drenginn sem leit út eins og pandabjörn, með tvö risastór glóðaraugu.
... og nærri missti súkkulaðikúlið. Smellti andlitinu ofan í vínberjaklasa og skalf af hlátri.

Góðar stundir
Langi Sleði.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

nú hló mín upphátt:D

11:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi færsla vekur margar spurningar

8:15 PM  
Blogger Blinda said...

Aumingjans unglingurinn - ekki aðeins var hann laminn í tíma, heldur á hann mömmu sem skammar hann í búðum. Ég sé fyrir mér uppreisn.

11:16 AM  
Blogger Gadfly said...

Ég ímynda mér að drengurinn eigi að baki langa slagsmálasögu, hafi grenjað út námskeið og mamman látið það eftir honum í von um að hann lærði að hemja skap sitt.

Ég get svo aftur vel skilið að blessað barnið eigi við skapgerðarbresti að etja.

4:54 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter