Monday, February 19, 2007

...drama

...allt í einu eru allir að tala um nagga!
Ég geri ráð fyrir því að það sé rökrétt framhald á þeim dramaumræðum sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið.
Byrgið, Breiðavík, naggar, klámráðstefna!
Einhvern veginn hélt ég að það væru bara fyllibyttur og öryrkjar sem borðuðu nagga. Ekki að þar fælist vandamálið á bak við feit börn.

Góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, February 18, 2007

...undanfarið

...hefur fólk horft á mig undarlegum augum.
Líklega hefur það kannski alltaf loðað við mig að fólk hafi horft á mig undarlegum augum en það er eins og þau hafi ekki alveg fengið staðfestingu á hvað það væri nákvæmlega sem pirraði sjónrænu skynjunina.
Undanfarna daga hefur sá pirringur nú horfið þar sem undarlegu augngoturnar hafa nú öðlast brennipunkt.
...
Þetta hófst allt fyrir nokkrum vikum á mjög undarlegu atviki.
Ég er í nornabúð ónefndri sem ég leitaði skjóls í vegna snjóbyls. Auk mín og afgreiðslumannsins, sem er augljóslega rammgöldróttur, er ein stúlka í búðinni, líklega í einhverju kuldasjokki en hún er niðursokkin í sínum heimi og hummar í sífellu. Afgreiðslumaðurinn er greinilega búinn að galdra sér haukfrá augu, því uppúr þurru sagði hann að ég ætti að skila skyrtunni sem ég klæddist því önnur önnur ermin væri gölluð og myndi klæða mig illa í framtíðinni. Ég hélt fyrst að hann væri með hótfyndni og hann væri að segja mér að hann sæi í raun hvaða erindagjörðum ég væri þarna.
Á þessum tímapunkti er stúlkan einhvernvegin búin að króa mig af í búðinni og stendur nú aðeins og starir.
Ég fékk það á tilfinninguna að ég væri að trufla elskendamál og ákvað að láta mig hverfa. Ég ætlaði alls ekki og endilega að lenda á trúnó með einhverju pari sem ég þekkti ekki neitt, sérstaklega, þar sem ég er farinn að það túlka sem misnotkun á mínum hæfileikum.
Ég tek því strikið að hurðinni og í því hrópar stúlkan uppfyrir sig að hún hafi týnt öðrum hanskanum sínum. Ég svipast um eftir honum í snarheitum, enda hjálplegur með afbrigðum. Þegar ég sé hann ekki, vippa ég mér út í bylinn sem hjálpar mér að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Axlarkláðinn ágerist með hverri mínútunni. Þegar ég er búinn að ganga í 10-15 mínútur þegar ég set hendurnar í buxnavasana til að reyna að hemja klórverkið.
Forviða dreg ég upp kvenmannsleðurhanska!
Ég sneri strax við því þarna sá ég að leðurhanski stúlkunnar hlyti að vera kominn. Ég var rétt hálfnaður á bakaleiðinni þegar ég mætti stúlkunni.

Ég átti ekki orð.

Hún var einhent og mér var brugðið.

Ég mannaði mig nú samt upp í það að spyrja, hvort þetta væri ekki örugglega hennar hanski. Hún játti því, horfði á mig undarlegum augum og svaraði: "en hefur þú ekki meira við hanskann að gera með þessa beru kvenmannshendi útúr öxlinni".
...
Eftir dálitla stund játti ég því!

Góðar stundir
Langi Sleði

Thursday, February 08, 2007

...Breiðavík, mbl.is og visir.is

...jájá, ég er alveg sáttur við fallbeyginguna og af hverju ætti ég ekki að vera það! Held samt að svona örnefni séu slæm, þó að ég sé nú kannski ekki að mæla með að víkin verði kölluð Krísuvík.
Hins vegar legg ég þann skilning í landakortalistina okkar (sjá hér) að nafnið Ómagavík eigi prýðilega við.
Hugsanlega er ég jafnvel skyggn.

Yfir í allt annað!
Ég er ekki kominn yfir þann kjánahroll sem þjakar mig þegar ég les fréttamiðlana mbl.is eða visir.is.
Þegar ALLIR, þar með taldir óáhugaverðir, nöldrarar, málhaltir og vitlausir, ignorant, bastarðar, o.s.frv.
Auk þess hefur þetta ýtt bloggurum víðsvegar um internetið til að flykkjast inn á þjónustu blaðanna, svo þeir fái fleiri heimsóknir. Ú... æði! Svona lagað stuðar mig!

Ég mæli STERKLEGA með því við ritstjórn þessara blaða að þessi þjónusta þeirra verði sett inn í adblockable items í mozilla firefox.

Góðar stundir
Langi Sleði

Wednesday, February 07, 2007

...þjáning

...ég viðurkenni það ógjarnan en ég þjáist fyrir blaðamenn sem kunna ekki að fallbeygja.
Kannski er það í raun sem þjáir mig að ég veit ekki muninn á réttu og röngu varðandi orðið (nf. Breiðavík).
Veit vel að hugsanlega er hjákátlegt að tala um fallbeygingaþjáningu mína á þessu orði.
En er ekki einhver sem getur sent fjöldapóst á blaðamannastéttina og hreinlega ákveðið hvernig orðið skuli fallbeygja.
Ég hallast að Breiðavík/Breiðuvík/Breiðuvík/Breiðuvíkur
þar sem ábúendur tala yfirleitt um Breiðuvík, skil samt að í sjálfu sér séu einnig rök fyrir því að fallbeygja þetta Breiðavík/Breiðavík/Breiðavík/Breiðavíkur (sbr. Reykjavík)
En plís og dísus kræst reyniði að ákveða ykkur hvort þið ætlið að gera.
Þó að ég glotti nú að því þegar sjónvarpsfólkið stamar á orðinu

Góðar stundir
Langi Sleði

Tuesday, February 06, 2007

...veit ég það vel

...að ég hef rætt þetta áður. En enn á ný angrar utanviðsig-genið mig er ég kaupi sjampó og gríp í stað þess hárnæringu.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það hljómi jafn fáránlega í eyrum og að velja eyrnapinna í stað túrtappa.
En það eru ekki mín eyru!

Hvernig svo sem á það er litið!

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter