Tuesday, August 19, 2008

...margverkamaður og kraftaverkamaður

...hugsaði Langi Sleði þegar hann hlustaði á nýjustu plötu Megasar.
Þegar hugurinn reikaði um öngstræti gamalla texta og laga í fylgd Megasar og senuþjófanna mætti plötudómurinn óumbeðinn í huga Langa Sleða.

Stundum þegar Megas yrkir ekki þá hefur hann heldur ekki getað setið á strák sínum og fært textann í klúrt form.
Stundum hins vegar gerir hann þetta allt þrennt í einu.
Það gerir hann að margverkamanni (múltítaskara).

Það að skila undantekningalaust góðum plötum til almennings gerir hann að kraftaverkamanni (m.v. að hinn almenni poppari sé skilgreindur sem venjuleg manneskja sem er í raun mjög hæpin fullyrðing).
Byggt á þessari hæpnu fullyrðingu og hetjuformi nútímans, má segja að Megas sé Batman okkar íslendinga.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter