Tuesday, August 25, 2009

...hárgreiðslustelpan

...Langi Sleði fór í klippingu í dag.
Klipparinn var ung stúlka, sem horfði líklega meira á sjálfa sig í speglinum en hárið á Langa sleða.
Umræðurnar snérust fljótlega upp í spjall um daglegt líf. Eftir að hún hafði tjáð sig um ömurlega stráka á menningarnótt, sem leyfðu henni ekki að fara framfyrir í leigubílaröðinni, þó hún væri á 15 cm hælum, iðaði Langi Sleði í skinninu að vita meira um þessa... þessa gleðipinna geluðu plastkonu!
Hún var nú samt ekki á því að ræða frekar sína einkahagi og fljótlega barst talið að kreppunni.

Hún: Já, þessir útrásarkvótar eru náttlega ömurlega ógisslegir.
Langi Sleði: Greifar.
Hún: Eru til greifar á Íslandi?
Langi Sleði: Nei, þeir eru kallaðir "útrásargreifar", ekki útrásarkvótar?
Hún: wotever.
Langi Sleði: Annars finnast mér íslendingar nú vera afar duglegir að barma sér.
Hún: Ha!
Langi Sleði:(örlítið hærra) Duglegir að BARMA sér!
Hún: Erum við að tala um brjóst?
Langi Sleði: Nei, íslendingar hafa verið duglegir að kvarta í kreppunni!
Hún: Já.
Langi Sleði hafði hemil á sér að fara að tala fornt mál við stúlkuna...
... það verður gert næst og krefst undirbúnings.
Gæti verið að Langi Sleði þurfi að fjárfesta í litun ef hann nær að safna miklu efni.

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter