Sunday, September 11, 2005

punktur, punktur, komma og strik

Ég er ekki að biðja ykkur afsökunar á litlu skrifelsi síðustu daga. Finnst það hallærislegt þegar fólk er svo hlekkjað í bloggheiminn að það finni sig knúið til að tilkynna frí og ósk um leyfi. Ég er allavegana ekki á öðrum launum við þetta en andlegum.
Ég keppti á íslandsmóti um helgina og lenti í 5 sæti. Það hljómar mjög vel, en um leið og ég myndi segja ykkur að þetta hefði verið íslandsmót í fjárþuklunarkeppni, mynduð þið fyllast viðbjóði... Svo ekki fyllast aðdáun, a.m.k. að óþörfu. Ég var samt ekki að káfa á kindum.
Ég er líka búinn að vera passa 3 frændsystkini mín, síðan á fimmtudag. Þið einstæðu mæður, sem allt getið. Fullkomin aðdáun í ykkar átt, nú líður mér virkilega sem óæðra kyninu... loksins.
Eitt af gullkornunum sem féll.

Ef maður meiðir sig, þá kemur fyrst punktur, svo marblettur sem að lokum breytist í fæðingablett.


Góðar stundir

Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nú getur aldeilis aðallesandahópurinn þinn, einstæðu mæðurnar, glaðst yfir endurkomu þinni. Ekki síst þar sem þú virðist hafa fengið enn meiri innsýn í líf þeirra og störf. Ættir að geta miðlað miklu til þeirra á næstunni og hvatt þær áfram í hetjulegri baráttu þeirra.

þetta er hann Óli Prik.

7:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fyrst kemur punktur sem breytist í marblett sem breytist í fæðingarblett. Hmmm...það má yfirfæra þessa speki á ýmislegt.

12:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vér einstæðar mæður þökkum sýndan hlýhug - blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast okkar er bent á Orð dagsins.

11:58 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter