Thursday, December 08, 2005

...kram

...Ef vel er að gáð þá speglast kertaljósið ekki bara einu sinni heldur tvisvar í tvöfaldri rúðu. Einu sinni í hvoru gleri fyrir sig. Ef maður hefur hornið sem maður horfir á logann undir og fjarlægðirnar, væri hægðarleikur að reikna bilið á milli glerjanna.
Ég var að velta fyrir mér undarlegheitum í mannlegri hegðun.
Það sem setti þessar pælingar af stað var kannski enn undarlegra.
Í einhverju hugsanakrami, (Hugsanakram, skilgreini ég á eftirfarandi hátt. Hugsið ykkur kramhús á hvolfi á borði. Maður byrjar neðst, en eftir því sem hugmyndin þróast, nálgast maður toppinn æ meira. Að lokum kemst maður á toppinn, að niðurstöðu. Fólk byrjar hvar sem er, en endar á sama stað. Hugsanakram.
Þið þurfið ekkert að vera sammála.)
hafði ég ákveðið að kaupa hlíf yfir gasgrillið mitt. Veit ekki af hverju, sá ekkert á því eftir fyrsta veturinn úti. Eníveis.. ég var í BYKO. og þetta kostaði slikk og ég lét vaða. Síðan þá er liðið hálft ár, eða meira.
Ég henti því í fyrsta sinn yfir grillið í vikunni. Þetta var greinilega hálfgert drasl og samdráttarbúnaðurinn á botninum rifnaði um leið og ég herti. En ég er líka sterkari en ... allavega þetta plastdrasl.
Nú.
Í dag, var engu líkara en að sjálfur Steve Fosset væri staddur á svölunum mínum. Búinn að fylla gasgrillshlífina af heitu lofti, og væri að undirbúa brottför. Fokk. Ég nennti ekki út. Óskaði þess helst að hlífin fyki eitthvað út í hafsauga.

Einhverju síðar, var hlífin komin af grillinu og byrjuð að berjast utaní grillið með tilheyrandi látum.
Alvarlegir samskiptamöguleikar þar, hugsaði ég. Alltof algengt þetta sambýlingaofbeldi alltaf hreint.
ég veitti þessum hugsunum þó enga sérstaka athygli, enda var ég upptekinn við að slappa af. Það var þó ekki fyrr en ég settist við tölvuna og horfði á kertaljósið speglast í glugganum. Þegar hugmyndin kviknaði.
Hagl buldi á rúðunni, með tilheyrandi látum. Og ég hugsaði.
Í yfirgnæfandi tilvikum, lemur hvert hagl, hverja rúðu bara einu sinni. Hvort er það meira rúðunni að þakka eða lætur haglið, sér þetta að kenningu verða?
Þessi auma hlíf sem var bundin við grillið, hafði í raun losnað, en hélt áfram að berja grillið.
Fyndið hvað það er hægt að færa þetta á mannlegt eðli.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter