Tuesday, January 31, 2006

...svart og sykurlaust

...af gefnu tilefni var kaffið í dag, svart og sykurlaust. Þrettán ósögð orð. Org í þrálátum bríma. Brimvar.
Hólmgöngumaður, friðsæll og einfaldur en sigurvegari.

En að léttara hjali.

Fór að versla í dag eða öllu heldur fór svangur að versla. Kom svo heim og eldaði spaghetti bolognese fyrir 20 manns.
Keypti einhver reiðinnar býsn af allskonar dóti. Sælgæti í yfirgnæfandi meirihluta.
Ég, spýtukallinn eins og búlimíusjúklingur sokkinn í sef undarlegra útláta. Hef svo einhvern veginn enga sérstaka lyst á þessu.
Vantar bara lækni og sjúkrabíl alveg eins og skot.

Heimsótti ömmu á föstudaginn.

Langi Sleði: Jæja, þú hefur ekki horft á handboltann í gær?
Amma: Nei, ég þori það ekki. Ég er svo hjartveik.
Langi Sleði: Ha?
Amma: Það var svo gott þegar afi þinn var á lífi, þá gat ég látið hann horfa á með mér. Það var svo gott.
Langi Sleði: Já, ég veit..en!
Amma: ...og hann horfði á með mér blessaður, þótt hann hefði engan áhuga á þessu íþróttabrölti mínu.
Langi Sleði: Já, en amma þú ert ekkert hjartveik og hefur aldrei verið!
Amma: Jahh, þú segir það!...

Hún er svo dásamleg þessi kona!

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter