Thursday, May 11, 2006

...kvikindi

...finnst ykkur ekki magnað hvernig lífið hefur þróast?
Upprunalega var guð kannski bara að skjóta hori á pláneturnar, sem myglaði svo og varð að einhverju sjávardýri á milljón árum ...og svo framvegis.
Upprunaleg rót þessara pælinga minna kviknaði kl 5 á mánudagsmorgni. Þegar býfluga, bankaði á innanverðan gluggann minn og vakti mig. Býfluga, sem var í raun miklu nær því að vera fugl, heldur en nokkuð annað.
Ég tróð kvikindinu inn í glas og henti því út og hélt áfram að sofa. Næsta morgun, var svipuð græja mætt aftur inn til mín, með sama fyrirgangi og látum, þannig að ég setti hana í glas og drekkti henni.
Þarnæsta morgun, var brjálaður geitungur mættur inn til mín, en honum tók ég ekki eftir fyrr en vaknaði og þá var hann búinn að stinga mig á tveimur stöðum í fótinn. Hann drap ég líka
Þessar flugur skýrði ég náttúrulega jane og john, þar sem þau voru feit, ljót, leiðinleg, heimsk og yfirgangssöm og því staðalímynd ameríkanans.
Ég veit ekki hvort samræði hafi átt sér stað á milli þeirra og að john hafi verið að hefna dauða jane, eða hvort að þetta hafi bara verið morgunúrillið hans. Allavegana þá kostaði þetta hann lífið.
Af hverju var ekki hægt að nota þessa einu heilasellu sem þau hafa, í að kenna þeim að forðast stærri verur, eða að rata út um glugga? Það finnst mér algerlega óskiljanlegt.
Lítum til dæmis á fiðrildin, sem ráða ekkert við vængina sína,... aldrei og fljúga út um allt eins og dömubindi með sjálfstæðan vilja, en eru öll fötluð og sveimhuga.
Ekkert er þó ömurlegra en húsaflugan sem aðeins samsett úr allt of stórum útlimum og virkar á mig eins og mongólíti flugnanna. Hún er reyndar sú fluga sem hefur sterkasta eitrið, en hún getur ekki bitið í gegnum mannshúð, það var þá tilgangur með eitrinu!
Svo nærist þetta pakk allt saman á sykri! Hvað skyldi íþróttaálfurinn segja við því?
hrmpf!

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þessi nærgætnislega og ítarlega umfjöllun um skordýralíf minnti mig bara á eitt.

Attenborough. Langi Attenborough.

3:34 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter