Sunday, September 26, 2004

sundferðir

Sund... ég gæti skrifað heila bók um sundlaugarferðirnar mínar. Heila bók, ég gæti skrifað ættbálk. Ég gæti haldið upp þætti eins og "leiðarljós" versus "baywatch" versus "ugly scary people putting on too small swimwear". Eftir að Laugardalslaugin, varð hverfislaugin mín, þá varð ég fyrst var við að þar hittist TA hópurinn, eða "tattoo anonymus". Ég verð að viðurkenna það að mig hefur nú stundum langað í lítið tattoo... bara eitthvað svo pínulítið að bara ég veit af því... En þegar fólk er komið með horn, eða vængi á bakið... já... þá er ég hættur að skilja. Aðrir tattooistar virðast þó skilja þetta mætavel og kinnka kolli til þess með stærsta tattooið svona eins og til að votta honum virðingu. En það er misjafn sauður í mörgu fé, og skrítni tattookallinn er til. Ég hef tekið eftir því að meira að segja tattooistarnir ruglast svolítið í að staðsetja hann í virðingastiganum, því hann er með íslenska skjaldarmerkið tattooerað yfir alla bringuna - - "í lit". Þá er ég alveg hættur að skilja nokkurn skapaðan hlut og langar bara virkilega að ráðleggja honum að vera í sundbol. Á öxlinni er hann með hjartalaga ör, því þar hefur hann látið fjarlægja tattoo. Ég giska á að þetta hafi verið hjarta með konunafni inní.. en að hún hafi yfirgefið hann... líklega eftir að hann fékk sér íslenska skjaldarmerkið á bringuna. Af hverju gerir fólk svona...? Ég meina ef þú værir kærasta þessa manns, og lægir undir honum... og starðir beint á íslenska skjaldarmerkið... Eins og að stunda kynlíf fyrir land og þjóð... Mig hefur oft langað að fara og spjalla við hann, en hef aldrei gert það, því ég á ekkert tattoo. Að vísu fékk ég hugmynd um að ganga upp að honum um daginn og spyrja: "hello sir, how do you like Iceland". Ég hélt ég myndi pissa í heita pottinn þegar ég hló einn með sjálfum mér, að minni eigin fyndni... Og ábyggilega litinn svipuðu hornauga og maðurinn með skjaldarmerkið.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Múahahahahaha....ég skal alltaf alltaf lesa bloggið þitt!:)

12:10 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter