Thursday, August 04, 2005

fimmtudagur til fjaðrafoks

It was all whirlwind, trash and no star.

Það hefði verið frábært að vera í pilsi í dag. Einhvern veginn var þetta svona þannig dagur. Hefði kannski ekki verið passandi á byggingastöðunum sem ég heimsótti, en hei, pæliði í því ef ég hefði fengið blístur.!!!
Ákvörðun dagsins var hinsvegar ein. Ég ætla að skoða spariskó á morgun. Stelpur virðast endalaust nenna að agnúast út í það að vera í inniskóm við jakkaföt, þótt þetta séu svona "fjölnotaskór".
Þannig að þetta stendur til bóta. Var að renna yfir búðirnar í huganum, Steinar Waage, Boss, og hvað...eru það ekki helst þessar tvær?
Þetta verður fljótgert.

Talandi um það, ég man ekki eftir að hafa séð skóauglýsingu í áraraðir, er það vitleysa í mér. Engar auglýsingar í heiminum hata ég meira en helvítis Dressmann auglýsingarnar. Hvað er málið með það að skipta aldrei um lag? Ha! Eða að skipta aldrei um kalla!.. Já eða tísku. Ég var að hugsa, "hvað ef ég yrði píndur til að versla í Dressmann?",... þú pínir aldrei frjálsan mann til að versla í Dressmann. Ég fer aldrei í þessa búð, þetta er bara prinsipp. Svona kannski eins og að versla ekki við stóra og stælta, en af allt öðrum ástæðum.
Ég hugsa að ég myndi borga mig inná 3 tíma auglýsingatíma af dömubindaauglýsingum, bara ef Dressmann auglýsingarnar myndu hætta að eilífu að því loknu. Eilífðin yrði nú þá kannski eitthvað öðruvísi en annars.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter