Sunday, June 26, 2005

bog, tog og va er de!

Var að koma frá kónginum.
Ferðasaga birtist í brotinni mynd, samangengin og afbökuð, breytt og bætt, eins og mælgi og geð gefa tilefni til.
En ramminn er upphafið og endirinn það var allavegana skýrt.
BSÍ kl 5, ég og 17 þroskaheftir einstaklingar á leið út á flugvöll.
Þau voru 4 sem unnu sem fylgisveinar og byrjuðu strax á að týna einum. Töldu mig í staðinn, það var ekki fyrr en ein óskilgreind taska út á plani að einn kveikti á perunni. Það vantaði Dóra. Dóri fannst svo hinumegin við BSÍ þar sem hann var að skoða leigubíla og tala við leigubílstjóra. Dóri, sem kynnti sig fljótlega sem mikinn áhugamann um piss og kúk, sýndi hópnum svo skemmtilegt skot af því þegar Halli pissaði í klósettskálina á BSÍ.
Sérstakt fólk.
Ég fór að hugsa að hver dagur í lífi þeirra væri ævintýri, uppgötvanir, hissingur og endalausar spurningar.
Hvernig erum við svo öðruvísi? Það sem heitir viðbúningur og þroski. Leit ekkert rosalega spennandi út þar sem þau gátu breytt rútuferðinni í ævintýri.
Þau voru ekki í minni flugvél og ég sá ekki meira af þeim.

Sancho Pansa fylgdi mér út á flugvöllinn á heimleiðinni, ég þakkaði fyrir mig eins og svo nánir vinir gera, hélt svo inn í flughöfnina.
Þar mættu mér hinar tvær hliðar rammans. Hún var reyndar ein, en mætti mér tvisvar.
Hún var Amishkandidat.
Í gráum serk og flatbotna skóm, með þykk kringlótt gleraugu og nákvæmlega ekkert glingur. Rautt sítt hárið var tekið í tvær fléttur sem lágu yfir sitthvora öxlina.
Pent, hugsaði ég, en þetta var eini liturinn sem var á þessari manneskju. Eldrautt hár, allt annað var grátt. Það var eins og hún væri frá öðru tímasvæði, hún gekk ekki í takt, eins og í leiðslu. Hún var ljósastaur á röngum stað.
Ég flýtti mér í whiskýbúðina og fann mér 20 ára Talisker double matured. Borgaði heil ósköp, en blokkaði það hratt og örugglega út.
Á leiðinni til baka rölti ég framhjá bókabúðinni, og kíkti hvort það væru komin út einhver skemmtileg blöð til að lesa á heimleiðinni.
Eins og venjulega freistaðist ég í bókadeildina og og var búinn að finna 2 mjög áhugaverðar bækur, sem ég átti erfitt með að velja á milli. Allt í einu finn ég ótrúlega værð, og er ég lít til hliðar sé ég Amíshku mér við hlið. Hún hélt á bók, eins og venjulegt fólk heldur á nýja testamentinu, við fermingu. Það var allt svo skrýtið að ég á eiginlega engin orð. Bókin sem hún hafði valið sér hét "Women in waiting".
Ég climaxaði.
Það var ekki hægt að toppa þetta, skyndilega voru bækurnar mínar einstaklega óáhugaverðar og mér fannst mínar bókmenntir jafnast á við Penthouse og Loveboat. Ég skilaði báðum bókunum og gat ekki annað en keypt þessa bók "women in waiting"
Sem minningu um þessa taktlausu veru.
Öll vorum við jú að bíða, og flugið mitt fór í loftið 13:15

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger inga hanna said...

já, öll að bíða. maður verður að fá sér svona bók.

9:02 AM  
Blogger Jóda said...

Var einmitt búin að vera að velta því fyrir mér hvað hefði orðið um þig. Velkominn heim.

4:31 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Inga: Veit ekki hvort að bókin sé alveg málið. Grunar að hún sé ekki spennandi en linkurinn er hér
Jóda: Takk

9:31 AM  
Blogger inga hanna said...

ha ha ha, ég tek málið til alvarlegrar endurskoðunar eftir að hafa lesið umfjöllunina.

11:18 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter