Tuesday, November 22, 2005

...Bónus

...ég fór í Bónus í fyrsta sinn á ævinni nú á laugardaginn, og það er allt eins líklegt að það verði einhver bið á því að ég fari aftur!
Hér kemur sagan af því.
Ég var í ullarfrakka og í jakkafötum með bindi, og það fyrsta sem ég tek eftir er óeðlilega hátt hlutfall fólks í flíspeysum. Einnig tek ég eftir því að meirihluti viðskiptavinanna eru konur. Því laust niður í huga minn, já ef einhver kona myndi nú stofna matvörubúð, með kvenkyns starfsmönnum, eingöngu. Þá yrði það án efa vinsælasta búðin í borginni.
En það er allt önnur hugmynd.
Ég stend fyrir utan Bónus í Holtagörðum, í gegnum mig streyma konur, með óeðlilega stóra innkaupavagna, og mikið grimmt augnarráð.
Ég læt það hins vegar mér í léttu rúmi liggja tek mér handkörfu og held af stað inn í óvissuna.
Mér líður eins og ég hafi verið minnkaður um 3 númer. Allar pakkningar eru a.m.k. þrisvar sinnum stærri en ég á að venjast, og eftir að ég er búinn að troða einum Homeblestpakka í handkörfuna mína, sný ég við og næ mér í vörubíl, svona eins og hinar konurnar eru á. Það er vonlaust að versla með smásölukörfu í Bónus.
Í fyrsta ganginum er ég að skoða fimm þúsund lítra pakkningu af appelsínuþykkni, þegar kona með 3 börn dúndrar vagninum sínum aftan á hælana mína.
Ég æpi af sársauka, hver í fjáranum þarf svona mikið á 5000 lítrum af appelsínuþykkni að halda.
Úff, ókei! Má ekki missa einbeitingu, nú vantar mig bara tómata og einhverja góða steik. Mig vantar alltaf tómata, tómatar eru snilldarleg matvara. Ég tók síðustu almennilegu steikina, nauta tenderloin og þá hljómaði í kallkerfinu:
"Maður sem er ekki í flíspeysu tók síðustu nautasteikina"
Skyndilega hleypur að mér kona í allt of stórri flíspeysu, sveiflar óeðlilega stórum negulnöglum og dúndrar þeim í andlitið á mér, af þvílíkum krafti að ég skutlast frá jörðu og lendi í innkaupakörfunni minni. Við lendinguna, missi ég meðvitund.
Ég vakna klukkutíma síðar, alblóðugur, í mjólkurkælinum með hálsríg eftir Homeblestpakkann. Einhver hafði rúllað mér inn í mjólkurkælinn, svona til þess að minnka blæðinguna, en nautasteikin var horfin. Ég borgaði vörurnar og hélt niður á slysó.
6 spor og þið sem haldið að ég sé að bulla. Þá er mynd af auganu mínu hér.

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger Gadfly said...

Þetta hefur verið mikil svaðilför. Greinilega vissara að fara varlega í þessum matvælafrumskógi.

5:41 PM  
Blogger Jóda said...

Eins fullkominn og þú ert þá hefði ég haldið að þú vissir að þú hefur ekkert í Bónus að gera. Kjötborg og Svalbarði er miklu meira málið fyrir þig.

8:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Neeehh.... nú ertu að grínast!? Ha?! En annars ætti að bjóða upp á "fear factor" ferðir í Bónus Holtagörðum milli 5 og 7 á föstudögum og svo þegar menn ranka við sér eftir það ... þá er hægt að taka Ikea maze-ið við hliðina milli 10 og 12 á laugardagsmorgninum ... rétt fyrir jól ef menn vilja tefla sínu lífi tæpt :)

6:22 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter