Sunday, December 18, 2005

...11 mínútur

fyrst vil ég byrja á að þakka þeim sem söknuðu mín. Mér líður eins og Morgunblaðinu, já eða internetinu. úúúú

...þar sem ég er afbragðsfyrrverandi nemandi, fannst gömlum kennara tilvalið að láta mig leiðbeina nemanda í lokaverkefni í tækniháskólanum.
Við ákváðum að hanna nýstárlegt hús.
Í desembermánuði er ég hins vegar búinn að vera í fríi. Mín skoðun er sú að einu raunverulegu fríin til að vera í eru þau sem enginn veit af.
Núna á miðvikudaginn var hins vegar komið að vörninni hjá nemandanum. 10.45 Mælst var til þess að leiðbeinendur mæti korteri fyrr.
Ég opnaði augun 10.39
Sjitt og fokk I.
Í föt, í bíl, af stað.
Um leið og ég tók ólöglegu u-beygjuna, sá ég glitta í lögreglubíl bakvið stóran jeppa.
Sjitt og fokk II.
Þeir kveiktu á sírenunum um leið og ég lagði af stað á næstu ljósum.
Sjitt og fokk III.
Ég hemlaði og þeir bentu mér á að kíkja í bílinn.
Ég varð að flýta mér.
Langi Sleði: sælir drengir, þið þurfið ekkert að segja mér um þessa ólöglegu u-beygju en því miður hef ég engan tíma til að spjalla núna því að ég er að flýta mér. Ég er prófdómari hjá nemanda í tækniháskólanum. Má ég ekki fara?

Setningarnar og orðaröðin var ekki til fyrirmyndar enda var ég ennþá að vakna.
Lögreglumaður 1: Jæja vinur, getum við fengið að sjá ökuskírteinið þitt?
Sjitt og fokk IV
Langi Sleði: Æi, fokk ég er ekki með veskið mitt!
Lögreglumaður 2: Skilríki!
Langi Sleði: Æi, fokk ég er ekki með veskið mitt!
Lögreglumaður 1 var farinn að kalla upp bílnúmerið í talstöðinni, og í skjóli þess hélt ég áfram að vakna

Lögreglumaður 2: Kennitala!
Ég var vandræðalega lengi að stynja upp kennitölunni, en svona uppúr því fóru málstöðvarnar að vakna. Ég mátti engan tíma missa, færði mig í miðja sætaröðina, reisti mig við á milli sætanna og sagði: strákar, ég er ekkert að grínast, ég verð að komast af stað, ég lofa að ég geri þetta aldrei aftur.

Mér til furðu ákváðu þeir að sleppa mér, ég þakkaði þeim fyrir og hljóp út í bíl.
Ég fékk stæði á besta stað og rauk upp stigann.
Klukkan var 10.50.
Nemandinn stóð í efstu tröppunni og leiðbeindi mér á réttan stað.
Já, það er einhver smá seinkun sagði hann.
10 mínútum síðar fórum við inn og ég lék hinn fullkomna leiðbeinanda og hann hinn fullkomna nemanda.
Við gáfum honum 9.

En að alvarlegri málefnum. Ég er ekki tilbúinn til að segja ykkur frá nágrannanum. Því að ég veit ekki í hvaða magni sá atburður á eftir að hafa áhrif á lífið. Ég er ekki vanur að sjá....
Við getum orðað það þannig. Næst þegar ég, sé fáklædda stúlku í....

Nei... ekki alveg strax.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter