Monday, December 19, 2005

...drykkjukeppni

...við vorum tvö eftir. Þú enn standandi en ég var sestur. Smá svimi, svona út af sjónskekkjugleraugunum sem Anna valdi á mig. Fyndið hvað hún fór að gera sér dælt við lifur, þegar ég fór að ganga á hluti. Allavega, þá eyðilagði hún sína lifur á mettíma, og varð að senda hana í afeitrun eftir aðeins nokkra mánuða fjarbúð. En hún var ekki hér.
Fyrirfram, var ég sigurviss. Það er bara takmarkað hvað tittur upp á einn og sextíu getur drukkið. Að vísu ertu töluvert breiðari en ég og það kemur þér til góða.
Eftir tvo sólarhringa gafst ég upp, þá hafðirðu ekki enn haggast og stóðst á einum fæti í horninu á stofunni.
Gjörsamlega magnað hvað grenitré drekka af vatni.

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þekki þig ekki baun en bíð alltaf spennt eftir nýrri færslu frá þér. Skemmtilegur penni!

1:36 PM  
Blogger inga hanna said...

ég held að þetta sé allt gleraugunum að kenna

10:37 PM  
Blogger Langi Sleði said...

lauma: Þakka þér fyrir! :-) Ég reyni að standa mig!
inga hanna:Kannski það, en einhvernveginn hef ég ekki náð að kenna gleraugunum neitt. Tjahh - þeas umfram það að brotna ekki niður á almannafæri.

2:02 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter