Saturday, December 24, 2005

...jólakveðja

...
Langi Sleði sendir eitt búnt af jólalegum hugsunum til lesenda, nær sem fjær. Megi hátíðin bera í skauti sér þær væntingar sem þið til hennar gerið. Ég óska ykkur ilmandi jóla, blómstrandi greniilms, fullnægju kertaljósaþarfar og öllum þeim blikkandi seríupervertisma sem þið kjósið. Ég óska ykkur matarilms sem færir ykkur hamingjuríkar minningar en fyrst og fremst að þið finnið lyktina af ykkar ástvinum,...þó að þessi ákveðni ilmur sem var keyptur án þíns samþykkis í fríhöfninni, hafi alltaf farið í taugarnar þínar.

Góðar stundir
Langi Sleði

7 Comments:

Blogger Kristin said...

GLEÐILEG FRIÐARJÓL KÆRI LANGI VINUR :)

10:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Langaði bara að óska þér ánægjulegrar hátíar og vona að sambúðin með jóltrénu haldi og að playmo kallarnir taki ekki yfir öll ráð á heimilinu:) Takk fyrir fyrirtaks skemmtun yfir skrifum þínum:) Kveðja.

12:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka riðið.

2:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Finnst stafsetningar(ó)villan ótrúlega skemmtileg í síðasta kommenti. Ekki síst í ljósi fyrri yfirlýsinga um striðleika og playmokalla. Hvað á maður að lesa á milli línanna?!

9:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

frh af síðasta kommenti:
Æ, gleymdi þessu með jólin, en þau eru hvort eð er búin. Segi frekar,
Árið!
anóní

9:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

frh af síðasta kommenti:
Árið, er reyndar ekki heldur við hæfi.
Segi því bara ekki neitt.
a

9:55 PM  
Blogger Bitringur said...

Er fólk á kommentakerfinu hér að missa sig í greddu og frygðar jól?

12:41 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter