Friday, December 23, 2005

...loforð undir áhrifum vímugjafa

Ég lofaði heiðursmanninum Klaraklans að skrifa eitthvað aðeins gott er heim var komið. Þar sem við sátum að sumbli á virkum degi eins og aðrir virðulegir borgarar, þessa lands. Við enduðum á tónleikum þar sem Söþerland bandið átti að spila en það kom reyndar í ljós að hann var upptekinn við að vera frægur. Við náðum hinsvegar nokkrum lögum með Mammút, sem voru úbersvalar, í kjölfar þeirra komu Ghostdigital, sem urðu sér til skammar eins og fyrri daginn. Experimental hljómsveit sem vantar allt experimental í ... jahhh nema óhljóðin. Beth from bath, sem er greinilega PJ Harvey aðdáandi nr. 1 og þá sérstaklega síðustu diskarnir hennar. Að lokum kom söþerland bandið með allt of mikla stjörnustæla. lemmda rödd og rafmagnsgítar. Eins og kanans er von og vísa, voru þetta allt góðir spilarar, en ekki mín ella.
Eins og sagt hefur verið í ævintýrinu.

Þar sem Andrea rokk var kynnir kvöldsins, fannst mér rétt að segja ykkur frá kynnum mínum af henni.
Öll vitum við að Andrea rokk og Óli palli, eru útstöðvar og ábyrg fyrir tónlistarlegri menntun þúsunda unglinga, sem gera ekkert merkilegra en að toga gallabuxurnar nokkra sentimetra niður, og nærbuxurnar, áleiðis uppeftir. Eins langt og gredda og kúlheit gefa tilefni til.
Hvað um það...
Þetta minnti mig á minn tíma sem unglingur, á þeim tímum sem það var nóg að horfa á stór brjóst og flissa. Og svo fór maður heim og fantasireraði um sætar skólasystur.
Well... Þannig var lífið bara í þá dagana.
Ég meina það hefði ekkert fært okkur Klaraklans nær hvorum öðrum, en þessi eina kona gerði... Sunddramadrottningin. Tjahhh. Nema við hefðum verið hommar, sem er vírus sem við erum blessunarlega lausir við.
Hvað um það.
Ca 10 árum eftir að ég slít grunnskólaskónum, þá hitti ég Andreu rokk, á bar. Þar vann hún sem plötusnúður. Undir áhrifum vímugjafa fann ég mig knúinn til að ganga til hennar og tjá mína tónlistarlegu ást á henni... og reyndar Óla palla (en þau tvö báru af á þeim tíma, ókei.. síðan þá er ég allavegana búinn að bæta Gerði G. Bjarklind í safnið.
Nú.
Mætir ekki viðfang grunnskólakynóra minna til okkar þar sem við Andrea sitjum að spjalli um rokk og segir: "jæja,Langi-Sleði, þú ætlar ekki að fara að stela kærustunni minni af mér" og svo smellir hún kossi á kinnina á henni.
...
..
.
Sleikir svo á henni eyrað, og rekur henni þennan fullorðinskoss, tunga á bólakaf niðrí kok.
Þessi útvarpsrödd og þetta megabeib meikaði ekki meiri sense frekar en Gerður G. Bjarklind og Anton Örn Markússon og ég er ekki bara að segja eitthvað...AMK tvöfaldur aldursmunur og ég er ekki að grínast.
Allavegana. Þá enduðu mínir unglingskynórar nákvæmlega þá.
Enda kannski kominn tími til.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger Jóda said...

hahahaha..
ekki vissi ég að hún hefði verið í grunnskólafantasíunum þínum ;-)
varstu ekki allt að því heitbundinn vinkonu hennar einhverjum árum seinna???

9:45 AM  
Blogger Langi Sleði said...

Halldóra: Ég hef aldrei almennilega náð mér eftir að Hjallastefnan varð að veruleika.

1:56 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter