Wednesday, December 21, 2005

...smá pæling

...datt það í hug, þar sem mér mistókst að drekka jólatréð undir borðið, að reyna að drekka einfættu svörtu blaðburðarstúlkuna undir borð. Ég féll þó frá því þegar ég sá að hún var enn feitari en jólatréð. Kannski kaupi ég mér bara nokkra playmobil karla og hrindi einum og einum eftir einn til tvo bjóra.
Það telst reyndar bara með, ef það er gert í minni íbúð. Þar sem playmobil karlar njóta gífurlegra mikilla réttinda, eins og reyndar sá stirði karlmaður sem býr hér.
Ástæða stirðleika míns er allt önnur og merkilegri. Vísindaleg aðferðarfræði mín er byggð upp þannig að ég geri líkama minn að tilraunasvæði, þar sem athugað er hvort að mikill líkamlegur stirðleiki hafi áhrif á andlegan og geðrænan stirðleika. Þrátt fyrir að vera að nokkru leiti stirðari en playmobil karl (og það er engin lygi), þá er ég enn geðgóður með afbrigðum og mikill ljúflingur. Sem kemur kannski mörgum á óvart.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger inga hanna said...

ljúflingur sem leggur í playmokalla þegar hann er í stuði...

jafnvel lömbin virðast grimm í samanburði!

10:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik thér ei úr máta;
varast spjátur, hædni, hlátur,
heimskir menn sig státa.

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter