Tuesday, January 03, 2006

...sjónarspil

...ég er viss um að köttum, sem kúka og pissa í sandkassa útum alla borg, þykir það mikið sport að horfa á lítil börn borða sand.
Óþolandi bastarðar.
Þreytan og myglan, sem hefur einkennt landið síðustu daga, hefur legið á mér eins og þoka í Lundúnum. Sönnun þess lauk er ég krassaði tölvunni með því að setja ennið á miðjuhluta lyklaborðsins og hugsa um blóm.
Verð vonandi betri á næstu dögum.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger inga hanna said...

greinilegt batamerki að hugsa um blóm!

8:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er viss um að blómin hugsi til þín líka.

2:15 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter