Monday, April 24, 2006

...af keyrslu

...heilu mannsævirnar líða án þess að fólk opni augun og lykti af altumlykjandi lífi.
...heilu árin líða án þess að án þess að kona kyssi mann.
...heilu mánuðirnir líða án þess að fólk líti upp úr skólabókunum.
...heilu vikurnar líða án þess að fólk hneykslist á nokkrum hlut.
...heilu dagarnir líða án þess að fólk fari út fyrir hússins dyr.

Í dag, hélt ég áfram minni keyrslu.
Keyrslu sem er ekkert endilega í takt við nokkra aðra manneskju. Hún endaði hins vegar á því að ég bakkaði ofaní holu, með þeim afleiðingum að bíllinn festist í óendanlegri handbremsu.
Þess vegna sit ég hér, með hvítvínsglas og súkkulaði.
Aðallega er ég þó enn að keyra. Keyra í kappi við að klára þessa færslu áður en kertaljósið, súkkulaðið og/eða hvítvínið klárast.
Ég skilgreini þessa stund semsagt sem gæðastund.
Mér er hætt við því að gleyma því að eiga svona gæðastundir, því vil ég nota tækifærið til að minna ykkur, lesendur góðir, á að gera eitthvað gott, að tilefnislausu, í tilefni hversdagsins.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger Blinda said...

Orð í tíma töluð.

1 ár, 3 mánuðir og sjö dagar.

11:16 AM  
Blogger Langi Sleði said...

...og hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins?

1:27 PM  
Blogger Blinda said...

Kíkja á menningarlífið og líklegast setja smá rautt í glas.

.... finnst það við hæfi

3:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vel orðað hjá þér langi sleði, já ég er þarna líka, held líka að við einhleypa fólkið séum oft meira skapandi og virkari við að finna leiðir til að "gleðja okkur sjálf" kv sb

1:41 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter