Wednesday, March 22, 2006

...úrslit

...úrslit
gerast alveg rosalega hægt. Ég meina maður skiptir kannski um ólar oft, en úr slitna afburðahægt. Svona næstum því jafnhægt og ég var að komast inn á heimili mitt hér í netheimum.
Ég vil byrja á að þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna, því ég fékk fullt af skemmtilegum málsháttum og hér eru þeir allir saman (í einfaldri röð):

Halldóra: - oft leynist hestur bak við skúr.
Halldóra: - Sjaldan er eitt sæti laust í bíó.
fffffff : Sjaldan standa tveir pelikanar saman nema annar sé bleikur.
Lindablinda: Hann er bara helvítis rotta í gæruskinni
útifrík: Betri er hundur uppi á hól en álfur í sauðargæru.
Lindablinda: Einum kennt, öðrum hent.
baun: Góður er einn fugl og tveir í skógi
Lindablinda: Betri er sandur á gólfi en í kassa. (Lindablinda ! ég hata ketti ... þetta átt þú að vita!)
Lindablinda: Ekki er sófi sófi nema klórutré sé.
Lindablinda: Fegurri er fiskur í sófa en fiskur á diski.
baun: Oft er í skolti skíthrætt grey (krókódíll)
baun: Sjaldan er ein æð of oft sogin (lús)
baun: Íslendingar vilja SS pylsur (kind)
baun: Eitt gat er öðru líkt (samkynhneigður labrador)
inga hanna: Ekki þarf hár næringu ef satt er.
sápuópera: Enginn skyldi í annars garði skíta.
elin: Oft stoppar strætó á hlemmi.

Margt skemmtilegt hér á ferðinni og ég er mikið búinn að hlæja að þessu.
Það eru 2 málshættir sem ég get ekki gert upp á milli og höfundum báðum boðið upp á veitingar að eigin vali.

"Oft er í skolti skíthrætt grey" (þessi finnst mér alveg frábær og fyndinn, svo hann er meira að segja stuðlaður)
og
"Enginn skyldi í annars garði skíta" (þessi er svo djúpur, en reyndar svo réttur að það kemur manni á óvart að hann sé ekki í notkun og auðvitað stuðlaði sápuópera þennan)

Auk þess vil ég taka fram að 2 aukaverðlaun fyrir húmor hljóta.

"Betri er hundur uppi á hól en álfur í sauðargæru"
og
"Oft leynist hestur bak við skúr"

Þessir eru skemmtilega furðulegir, einstakur húmor í þessu.
Þeim er líka boðið upp á veitingar.

Ég bendi þeim sem vilja vitja verðlaunanna að hafa samband við mig langi_sledi@hotmail.com og við finnum einhvern tíma.
Góðar stundir
Langi Sleði

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jibbí!

10:32 PM  
Blogger Blinda said...

Hver sagði að ég hataði ekki ketti? Sit bara uppi með tvo!!

En ég er ekkert spæld.

Til hamingju baunalingur :-)

10:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mission accomplished!!
;-)

8:46 AM  
Blogger Fríða said...

jáen! ég bý fyrir norðan! Má baunin fá tvöfaldan skammt af veitingum? Minn líka.

9:42 AM  
Blogger Jóda said...

frábært! fæ ég þá að sjá baðið???

9:45 AM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: jibbíkóla ! ;-)
lindablinda: :-)
ég: hmmm?
útifrík: þú ræður því!
Halldóra: þú ræður því!

11:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

frábær verðlaun - takk fyrir mig:)

datt þetta í hug í morgun:

þar stendur hnífurinn í kúnni (ofbeldishneigður kálfur sem launar sjaldan ofeldið)

þar liggur hundurinn grafinn (óættbókarfærður raðmorðingi af mexíkósku smáhundakyni)

2:36 PM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: :-) verði þér að góðu, þetta var gaman

3:02 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter