Thursday, April 20, 2006

...af átu og ólifnaði

...meltingakerfið mitt er búið að vera á stórhátíðataxta í rúma viku núna. Matarboð og veisluhöld upp á hvern einasta dag í rúma viku. Eðlilegasta leiðin væri væntanlega að skrifa sig frá þessu og segja ykkur frá matseðlinum upp á hvern einasta dag.
Hvað um það!
Kvöldið í kvöld toppaði hins vegar öll önnur kvöld.
Mér var boðið í kvöldverð með tveimur milljarðamæringum, í Perlunni. Ekki oft sem menn taka það sérstaklega fram að það sé ódýrt að borða þarna. Hvað um það, samt voru þetta venjulegir menn eins og þú og ég. Læstu sig úti og ... létu þjónana opna.
Allavegana, þeir buðu mér til sín í september, þá eru þeir komnir úr fríunum. Annar ætlaði í Karabíahafið, hinn ætlaði í
villuna sína í Ástralíu.
Get ég þá ekki sagt að ég eigi deit?
Ég veit að það verður ekki kynlíf, uppúr því deiti, nema hugsanlega með þjónustustúlkunum þeirra!

Á morgun hitti ég svo aðra útlendinga, þá á Sjávarkjallaranum. Þannig að það er ekki séð fyrir endann á veisluhöldum.
Þeir spurðu reyndar hvort að ég kæmi með konu með mér... hmm... Það gæti orðið svolítið magnað blind date!

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger inga hanna said...

þetta er erfitt líf...

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

finn til með þér...og þínum mallakút...

það sem á suma er lagt

9:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég skal koma med thér ;-)

1:00 PM  
Blogger Blinda said...

...og þú sem hefðir getað verið einn heima í núðlusúpunni eins og við hin. Rassgat.

6:53 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter