Wednesday, April 26, 2006

...tær

...eins og af gömlum vana, skaga þær útundan teppi hér fyrir framan mig. Veit ekki hvað þeim hefur gengið til undanfarið en þær eru búnar að svitna látlaust síðan á sunnudag.
Líklega er þetta vorið, vökvun jarðar og framlenging lífs.
Já, ég held ég sé að skjóta rótum.

Alltaf þegar ég nota orðatiltækið "að gera grein fyrir" blómstra hendurnar út í fína krónu, sem 100 ára eplatré yrðu stolt af því að bera.
Í gær var ég svo kallaður vond og ómerkileg manneskja, ég gat náttúrulega ekki verið sammála þeirri greiningu.
Enda var ég tré!
...næstum því.!
Um helgina ætla ég að einbeita mér að því að laufga sálina með útiveru, auk þess að vera timbraður.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger Blinda said...

Hvernig fer mapur að því að framkvæma hvorutveggja saman?

Timbraður, liggjandi úti á Austurvelli??

2:05 PM  
Blogger Langi Sleði said...

já, kannski maður fari alla leið! Grafi 60 cm holu, hálffylli hana af skít fylli vel að og vökva. Panta svo prest og læt skíra mig Hlyn. Dett svo í það með fermingarbörnum á fermingarbarnum.
Spurning hvort ég hengi ekki líka fuglahús utanum hálsinn!

2:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

timbraður Hlynur, það er flott:)

8:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sorrý Langi-Sledi, thú ert ekki neinn Hlynur, heldur tré sem heitir Thinur - eins og thú getur séd á thesari, heimasídu http://www.spamadur.is/spamadur/ (fardu inn í persónuleikalinkinn).

Thetta er náttúrulega heilagur sannleikur, thú veist thad!!

Ég veit ad thú trúir svo mikid á svona "vísindi" ;-)

Best regards,
Ég

10:26 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter