Monday, May 22, 2006

...einhvern veginn

...eru atvikin undanfarnar vikur ekki til þess fallin að skrifa um þau hér.
Þá fyrst, gerði ég mér grein fyrir því að ég hef treyst á mátulega lítil og ómerkileg atvik, til að fóðra hugarflugið. Blaðra stefnulaust um fáránleika hversdagsins. Sem er í sjálfu sér ágætt líka, því að lífið snýst kannski um að sjá litinn í smáu atriðunum.
Að hluta til.
En lífið markast ekki af þessum atburðum.
Það hefur nefnilega mikið gengið á undanfarið og þessi stóru atvik, skyggja einhvern veginn á allt annað.
Ég er í þungum þönkum.
Eins og finnarnir punkum pönkum... pallalla.
Kannski er finger pointing season að renna upp og þá er einmitt alfarsælast að halda að sér höndum.
En svona til að segja ykkur eitthvað lítið, þá fór ég í eurovision partý eins og alheimur nú á laugardaginn.
Þar hitti ég fyrir marga félaga og fólk sem ég þekkti ekki neitt.
Mér líst nú sjaldan illa á fólk við fyrstu kynni, en þegar miðaldra maður fer að djamma í Iron Maiden bol, þá kemur átómatískt smá bremsa á mig.
Þessi maður var ákafur stuðingsmaður Lordi.
Það var þó ekki fyrr en í stigagjöfinni sem hann fór að fara í taugarnar mínar. Hann öskraði allan tímann, eins og móðursjúk hýena. Ég settist út í horn og pældi í því hvernig ég gæti losnað við þetta viðrini, myndi hann elta köttinn út, ef ég klæddi hann í gúmmíhanska. Mér til ómældrar ánægju, hrópaði hann að lokum: "nú er ég farinn inn í bæ til að hrópa á alla sem eru ekki þungarokkarar... In your face". Það var ekki fyrr en þá að ég uppgötvaði að hann var hommi.
Brokeback mountain meets Priscilla and Lordi.
Ég var kominn heim kl 12.
Vona að ykkar partý hafi verið betra.

Góðar stundir
Langi Sleði

12 Comments:

Blogger Jóda said...

Fyndið, þegar ég byrjaði að lesa færsluna var ég viss um að þungu þankarnir þínir væru af því að þú værir búinn að gera þér grein fyrir að þú værir hommi, en svo sá ég að það var miklu verra: þú ert ástfanginn af manninum í iron maiden bolnum og ert sár yfir að hann hafi ekki boðið þér með í bæinn...sem ég get svosem alveg skilið.

9:11 AM  
Blogger Blinda said...

Hinseginn??

Ég er engan vegin að átta mig á pistlunum þínum þessar vikurnar..... en þá er það líka kannski ekkert atriði.
Finnst samt eins og að örli á einhverri ...... einhverju.. hmm? Veit það ekki.

9:58 AM  
Blogger Gadfly said...

Mitt var betra. Ég þreif í búðina.

Jamm. Stóru atvikin má ekki skrifa um. Þau tengjast nenfilega iðulega einhverjum öðrum og aðrir ku víst hafa sálir.

10:12 AM  
Blogger Langi Sleði said...

halldóra: þrátt fyrir að þið séuð meira og minna geðveikar, þá elska ég ykkur samt.
lindablinda: Nei Linda mín, ekki hinsegin, bara vandlátur.
Af því að ég er manneskja, þá örlar!

10:23 AM  
Blogger Langi Sleði said...

sápuópera: já, merkilegt hvað mér finnst ég þurfa að svara þér oft með hávamálum.

10:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

vissulega skynjar maður að eitthvað er ekki ritað...

en, ég hló hátt að kettinum með gúmmíhanskann:D

12:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

*Hnegg* Mikið langar mig að hitta þennan þungarokkara. Lýsingin minnir mig á einn frænda minna í glasi. Það er afskaplega skemmtilegur maður alveg þangað til hann verður voteygður og fer að skæla. Þá króar hann mann af, gjarnan úti í horni þar sem aðrir eiga erfitt með að komast að manni og orgar upp úr sér harmsögu lífs síns með tilheyrandi táraflóði og snýtingum.

Það er ákaflega einkennilegt fólk í minni ætt.

3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Af hverju eru bara eintómar kerlingar á þessu bloggi?

3:15 PM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: já það er spurning hvort að þeir eigi ekki alltaf að vera í gúmmíhönskum, leysir þetta hárvesen.
tara: Hef nú líka innikróast af vinkonu þinni. Spurning hvort að þetta smiti út frá (s/þ)ér!
Hvað um það, sumar ykkar vilja halda því fram að skrif mín minnki túrverki kvenna. Sel það ekki dýrara en ég keypti!

3:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta með túrverkina get ég vitnað um - það er eins og hláturkrampar yfirvinni aðra krampa...

4:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já alveg rétt...þakka þér fyrir að minna mig á það óheppilega atvik! Það skyldi þó aldrei vera að ég laði þetta syndróm fram í fólki....

En mér var alvara með kerlingarnar. Þetta er ekki einleikið. Þú hlýtur að vera svona mikill kvennaljómi bara.

6:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Túrverki? Veit ekki, en stressverki og almenna leiðindaverki alveg klárlega :)

10:02 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter