Tuesday, October 17, 2006

...eins og Laulau í búðinni

...var einhvern veginn það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég tölti inn á efri hæðina á Sólon.
Þekkti aldrei Laulau í búðinni og veit í raun ekki hvort að hún hafi nokkurn tímann verið til!
Þekkti ekki heldur þetta fólk sem ég var að fara að hitta, tjahh nema suma, þekkti ég rétt rúmlega tæplega.
Settist niður við bloggaraborðið, var kynntur og kynnti mig.
Lagði fingurna á borðið og sagði: "Jahérna, þetta er bara eins og að vera heima hjá sér!"

Nema ég var í aðmírálsbúning...ekki á nærbuxum og netabol... eins og núna!

Afgangurinn skráist á spjöld sögunnar.
Kvöldið leið í rjómablíðu, allir í spariskapi!
Anna
Sápuópera
Spriklarinn
Beta
Beggi
Hugskot
Kalli
Hugi
Harpa
og öll þið hin. Takk fyrir frábært kvöld.

Góðar stundir
Langi Sleði

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

takk sömuleiðis aðmíráll:)

(og hver er Laulau í búðinni???)

8:30 AM  
Blogger Langi Sleði said...

... ég veit ekki hver Laulau er. En mig grunar að hún sé ein af þessum goðsagnakenndu persónum. Sem þýðir að Anna hlýtur að þekkja hana

9:01 AM  
Blogger Blinda said...

Tak i lige mode....

10:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég þekki eina Laulau, veit ekki hvort hún var í búðinni. Spyr hana kannski næst og þá heldur hún eflaust að ég sé að spyrja um Bónus ;)

Takk fyrir eftirminnilegt og sérlega skemmtilegt kvöld :)

11:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, takk sömuleiðis fyrir skemmtilegt kvöld :)

5:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já takk fyrir kvöldið. Gaman að hitta þig.

8:25 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter