Wednesday, September 20, 2006

...ég er svo

...aldeilis bit.
Það kom mér ekki á óvart að það var enginn núlifandi stjórnmálamaður nefndur. Albert, sá eini íslenski sem var nefndur, höndlaði valdið líklega ekkert betur en hinir stjórnmálamennirnir. Sennilega munum við bara ver eftir hans bommertum!
Hins vegar...
Þá er það merkilegt í óspurðum fréttum að lögnin að eldhúsvaski Langa Sleða er búin að vera stífluð síðan á sunnudag. Það þýðir að hér hefur ekkert uppvask farið fram í nokkra daga. Rennslið úr vaskinum var það lítið að mig grunaði að þetta yrði skilgreind sem stífla af erfiðleikagráðu 3... að minnsta kosti. Því hannaði ég í huganum, yfirleitt rétt þegar ég var að sofna, afskaplega glimrandi græju sem átti að leysa stíflur af öllum gráðum.
Það var fyrst á miðvikudagsmorgun, sem ég leit inní eldhúsið og fylltist viðbjóði. Að vinnu lokinni fór ég beint í Húsasmiðjuna og keypti nokkra hluti sem ég þyrfti við smíði græjunnar.
Fyrsta skref var að hella stíflueyði í vaskinn og leyfa honum að virka.
Á meðan ætlaði ég að smíða græjuna.
Ég leitaði út um allt hús að verkfærunum mínum. Allt hús. 2 geymslur, heil íbúð og nákvæmlega öllu var snúið við.
Hvergi fann ég verkfærin. Þau voru jafn týnd og eldfærin í ævintýrum H.C Andersen!
Ég ákvað þá að hætta þessum tilraunum í kvöld, sem urðu reyndar bara raunir og taka uppvaskið með mér í sturtu.
Að lokum ákvað ég þó að hreinsa stíflueyðinn úr lögnunum með því að stútfylla vaskinn af sjóðheitu vatni. Viti menn, þá brast stíflan og lagnirnar soguðu vatnið til sín af áfergju.
Þetta er ein magnaðasta stífla sem ég hef lent í!
Stíflan lagði íbúðina í rúst, verkfærin hurfu og ég set uppi með óþarfa græju sem ég get ekki einu sinni smíðað.
Þessi stífla var semsagt skilgreind af erfiðleikagráðu 5.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger inga hanna said...

smá overkill í gangi!

9:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Thú ert med svo mikid verksvit - sem kemur sér gasalega vel thar sem thú ert líka svo handlaginn!

6:42 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter