Tuesday, October 31, 2006

...Kazakhstan 1

Samtal Langa Sleða og konu í hrefnuþyngdarflokkinum.

Hún: ...svo er árshátíðin að koma!
Langi Sleði: Nú er það já, hvar verður hún haldin!
Hún: Hótel Íslandi, þar var hún líka í fyrra ... og veistu hvað? Maturinn var ógisslegur!
Langi Sleði: "Í alvöru, verri en í mötuneytinu hér?" (Samkvæmt skilgreiningu Langa Sleða, féll maturinn í mötuneytinu undir fóður, ekki mat)
Hún: Já þetta var ömurlegt, voða pempíulegt eitthvað og alltof litlir skammtar!
Langi Sleði: Já, það er frekar leiðinlegt að fá ekki nóg að borða.
Hún: Já, en við vorum nú ekki lengi að redda því! Ég leigði mér hótelherbergi og við vorum nokkur sem fórum bara beint upp á herbergi að drekka og pöntuðum svo pizzur eins og við vildum alla nóttina!
Langi Sleði: (orðfár)
Langi Sleði: "Já, það er líklega ómögulegt að drekka í tóman maga".
Hún: "Ég ætla bara að vona að þetta verði betra núna, samt var ógisslega gaman!"

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ha, ha, ha, ha.... ha, ha, ha!!!!
A sophisticated one ;-)
Hvar finnur thú allar thessar konur?

10:23 AM  
Blogger inga hanna said...

hún væri áhugaverður kandídat í matarboð..

1:33 PM  
Blogger Blinda said...

oh það er so ógissliga gaman og smart að panta píssu og drekka brennivín á herbeginu! Klassapía - halda í þessa ;)

8:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Uss, ekki gera grín af dömunni. Hún gæti sko alveg verið ég!

5:51 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter