Sunday, October 22, 2006

...kjeddlingar

...þar sem vinkona mín, spriklarinn skrifaði svo skemmtilega um klikkaðar konur, þá verð ég að slást í hópinn. Ef það er þá hægt er að tala um hóp í slíku tilfelli.
Langi Sleði var nefnilega á djörfum tíma á laugardagsmorgni á heimleið eftir ölæði og kvennafans.
Ég rölti rólega heim í næturkulinu og tók eftir því að gæði og ástand kvenna rýrnuðu eftir því sem ég nálgaðist Hlemm. Ég beygði upp Snorrabrautina og fyrir framan málverkastofu Péturs Gauts sat hnípin kona á steypustaut, sem er í raun gerður til að hindra umferð bíla. Nú hugsa sumir að þarna hafi Langi Sleði hitt draumadísina við fullkomnar aðstæður, en svo var ekki.
Á einhvern undarlegan máta hafði konan sofnað á þessum steypustaut.
Í fyrstu hugsaði ég: "Ætti ég að láta hana vera? ... Hmmm, á maður að skipta sér af svona?"
Langi Sleði: "Halló! Er allt í lagi?"
Engin viðbrögð, ég greip í öxl hennar og vakti hana.
Langi Sleði: "Er allt í lagi hjá þér?"
Kona: "ha, já,já. Ég er í lagi"
Langi Sleði: "Á ekki að koma sér heim? Þú getur bara lent í vandræðum með svona hegðun hérna!"
Kona: "jú, jú ég er að fara heim!" sagði hún og draup höfði á ný
Langi Sleði: "Vakna!" sagði ég og hristi hana rösklega.
Kona: "já, já ég er vöknuð" svaraði hún með drafandi röddu
Kona: "Viltu hjálpa mér heim?" spurði hún og byrjaði að grenja. Hún reyndi að standa upp og ég greip hana áður en hún datt í jörðina.
Langi Sleði: "Já ekkert mál, býrðu hérna rétt hjá?" (konan var ekki að fara að labba 5 metra af sjálfsdáðum)
Kona: "Já, ég er bara hérna rétt hjá!"
Langi Sleði: "Hvar býrðu?"
Kona: "Ásvallagötu!"
Ég setti konuna aftur á steypustautinn og sagðist skyldu hringja á bíl fyrir hana.
Kona (hágrátandi): "æi takk voðalega ertu góður við mig!"
Í stað þess að þurfa að hlusta á væl, spurði ég hvort að hún hefði skemmt sér vel fyrr í kvöld.
Kona: "Já, ég var í fertugsafmæli hjá vinkonu minni! Ofsalega gaman, fólk fór bara svo snemma heim" (enn grátandi).
Langi Sleði: "Nú, hvað er þetta!"
Allt í einu kikkaði helvítis kellingageðveikin inn.
Kona: "Farð þú bara, ég bjarga mér alveg!"
Langi Sleði: "Nei ég bíð með þér þangað til leigubíllinn kemur"
Kona: "Nei, nei... það er svo kalt úti...farðu bara!"
Langi Sleði: "Nei, mér er alls ekki kalt, ég er vel klæddur!"
Kona: "Hringdirðu á bíl?"
Langi Sleði: "Já, hann hlýtur að fara að koma"
Kona: "Þú hringdir ekkert á bíl! Þú ert bara að ljúga að mér! Hver ertu eiginlega?"
Langi Sleði: "Jú, jú, við bíðum bara róleg"
Kona(enn grenjandi): "Maðurinn minn, ég veit ekki hvað maðurinn minn á eftir að segja, hann verður alveg brjálaður)"
Ég hugsaði, annað hvort heldur hún að ég sé einhver helvítis níðingur eða hún er búin að vera að ríða einhverjum gömlum kærasta... og ég held að hún hafi ekki alveg verið í standi til þess. Hún heldur að ég sé níðingur!!

Sem betur fer kom leigubíllinn fljótlega og ég hélt nánast á konunni í bílinn.
Ég rölti hins vegar heim og hugsaði: "Þetta er ástæðan fyrir því að góðu strákarnir ná aldrei í góðu stelpurnar... Helvítis skrímsli búin að fokka í þeim og skemma í þeim sálirnar, svo þegar þær hitta okkur sem reynum að vera almennilegir! Þá halda þær að við séum perrar og níðingar!"
Andskotans, helvítis djöfulsins rassgat!

Þegar heim var komið byrjaði ég á því að fá mér snarl og endaði svo á heitri sturtu. Skreið svo nakinn, einn upp í rúm og hugsaði: "Það borgar sig örugglega einhvern tímann að vera góður"

Góðar stundir
Langi Sleði

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sko... hjaddna.. ég held að maður (kona) komist langt á að leyfa mönnum ekki að fara illa með sig. Stoppa þá af, fara eitthvað annað, passa sig. Og um leið, leyfa þeim sem vilja manni vel að gera manni (konu) gott. Já, ég veit þetta hljómar ofureinfalt, en í alvöru, það er stundum eins og fólk læri bara ekki neitt af reynslunni, verður vitlausara og naívara eftir því sem það eldist. Unglingarnir virðast stundum kunna betur á þetta en við þessi þarna sem erum búin að halda upp á fullt af stórafmælum. Það veit það hver krakki að maður treystir ekki hverjum sem er, af hverju á að vera hægt að treysta hverjum sem er þegar maður er orðinn fertugur allt í einu? Það er góð leið að koma vel fram við aðra og ætlast til þess sama af öðrum. Nú, ef maður kemur ekki vel fram, þá getur maður heldur ekki verið að ætlast til að aðrir komi vel fram við mann. Framhjáhöld t.d.... hættulegur leikur. (á ég nokkuð að afsaka langt komment?)

11:39 AM  
Blogger Blinda said...

Ekki viss um að dómgreind þessarar komu hafi verið óskert, en það er rétt að skíthælarnir hafa skemmt margan góðan kvenkostinn. Þinn tími og tími hinna góðu mun koma.... konur eru bara einfaldlega klikk þegar kemur að karlmönnum....svona rétt eins og karlarnir þegar kemur að kvenlambakjöti.

8:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Langi, þú ert rosa góður strákur, ekki hefðu allir reynt að hjálpa þessari fullu konu.

Og miðað við fólkið sem klofaði yfir mig beinbrotna á gangstétt ertu auðvitað dýrlingur.

5:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Árans óheppni að lenda alltaf á ónýtum eintökum. Andstyggilegt að að aðrir karlmenn hafi skemmt svona fyrir þér alla möguleika á því að ganga út. Kannski ættirðu að prófa að ferðast á afskekktar og ókunnar slóðir og sjá hvort eitthvað ætilegt er þar að hafa. Mér dettur Grímsey í hug. Eða Króksfjarðarnes.

8:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Langi, Langi, Langi. Þú ert óborganlegur. Kannski ég reyni að bóka "fund" i des... nema þú verðir í trékyllisvík í konuleit.
Bestu kveðjur Perla

9:40 AM  
Blogger Gadfly said...

Þessi saga rennir stoðum undir þá frumlegu og djörfu kenningu mína að æskilegir makakandídatar finnist sjaldan á djamminu.

11:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert greinilega gull af manni Langi... og flottur líka ... það ætti að klóna þig :)

11:08 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter