Wednesday, October 11, 2006

...partýgalli

...í gærkvöldi hóf ég undirbúning við hamagang á Hóli.
Nánar til tekið grímuballið hennar Önnupúnkturis.
Byrjaði á því sársaukafyllsta við búninginn og var orðinn draghaltur eftir hálftíma. Og mikið djöfull var þetta vont. Síðan þá hef ég orðið var við mjög skrýtnar aukaverkanir eins og yfirgengileg þörf til að kaupa mér lepp... og jafnvel hef ég rennt hýru auga til páfagauka.
...en það er allt annars eðlis!
Nú gæti margur dregið þær ályktanir að ég hafi tekið vinstri fótinn af við hné og ætli mér að vera í búningi sjóræningja með tréfót, en svo er ekki.
Ég verð eitthvað allt allt annað sem bannað er að segja frá.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

orður, borðar, úníform, skínandi hnappar og þyrlupallur á hausum

páfagaukar?

hmmm...

11:12 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter