Tuesday, November 28, 2006

...undirskálar

...samtal Langa Sleða og tveggja bræðra (þeir ásamt föður hans hafa allir unnið með Langa Sleða).

...
Langi Sleði: Já... og svo elti faðir ykkar mig bara á nýja staðinn.
Þeir: Já, þið eruð nú búnir að vinna ansi lengi saman.
Langi Sleði: Ég veit það en það var nú bara vandræðalegt þegar hann var farinn að hringja í mig einu sinni til tvisvar á dag bara til að láta mig vita að hann saknaði mín... Það bara gengur ekki!

Konan á milli þeirra var hlaðin pinklum og greinilega mikið að hlusta á samræður okkar.

Langi Sleði: ...og ekki batnaði það þegar hann mætti á staðinn... og í matartímum sest hann alltaf beint á móti mér og ... ég meina fólk er svo fljótt að fara að slúðra.

Nú var hún búin að snúa sér við og nennti ekkert að fela það lengur að hún væri íslensk líka.

Langi Sleði: ...svo finnst mér nú bara óþægilegt að hann sé alltaf að strjúka mér í vinnunni... hann er nú einu sinni giftur.

Konan var komin með augu eins og undirskálar.

Í þessu fékk Langi Sleði sms, ég tók upp símann, las skilaboðin og sagði svo hlæjandi: Hann pabbi ykkar er svo mikill daðrari!

Nú var ca helmingurinn af öllum fötunum sem konan hélt á, dreifður í kringum hana á gólfinu.

Það var þá sem sá eldri rankaði við sér og sagði: Má ég kynna konuna mína, Snæfríði!

Langi Sleði: Komdu sæl, Snæfríður.
Snæfríður: fnuuuuuhhhhhh.

Langi Sleði: Jæja strákarnir mínir, reyniði nú að haga ykkur skikkanlega og ég yrði agalega þakklátur ef þið fengjuð hann pabba ykkar aðeins til að róa gráa fiðringinn. Gaman að hitta þig líka Snæfríður!

Snæfríður undirskál: fnuuuuuuuuhhhhh!

Góðar stundir
Langi Sleði

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ég hjó eftir orðinu "fnu"

er merking þess svipuð og "fne"?

9:23 AM  
Blogger Langi Sleði said...

hæ baun,
nei reyndar er aðeins ólík merking, þar sem fnu inniheldur meiri áherslu á undrun heldur en fne.
fne inniheldur hinsvegar meiri áherslu á vafa.

9:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

mér hefur heyrst umtalsverð gremja geta rúmast í "fne", við ákveðnar aðstæður, stemmir það við þína reynslu?

og er "fnu" þá e.t.v. ekki eins fjölnota og "fne"?

11:07 AM  
Blogger Langi Sleði said...

eins og ég hef áður sagt. Þá má ekki greina þessi orð um of.
Því kostir þessara orða eru í raun að bókstaflega þýða þau ekki neitt.
Það er kostur vegna þess að þá skyggir bókstafleg merking þeirra ekki á hljóð/framburðar-lega merkingu þeirra.
Persónulega hins vegar finnst mér ekki rétt að nota "fne" til þess að gefa til kynna gremju vegna þess að "e-ið" í lok orðsins verður til þess að andlitið endar í brosi. (gremju-fne myndi þá kalla fram þá þörf fyrir nefgrettu)
"fnu", hinsvegar gefur manni kost á því að hleypa í brúnir og setja reiðistút á munninn.

12:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

vissulega, þetta er gáfulega athugað hjá Sleða.

varir kringdar eða gleiðar - slíkt tengist tilfinningalegum þáttum og á að gera það. reyndar er hægt að hafa "e" dulítið fýlulegt, jafnvel gremjulegt, að því tilskyldu að maður fái faglega leiðbeiningu og umfram allt, æfingu.

1:17 PM  
Blogger Langi Sleði said...

ákkúrat... þú ert búin að ná þessu

2:21 PM  
Blogger Hölt og hálfblind said...

Hingað er ég komin til að þakka fyrir gott blogg en ætla ekki að taka þátt í orðsifjapælingum, enda er ég búin að ná þessu.

6:53 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter