Monday, December 04, 2006

...fánýti hluta

...Langi Sleði hefur fyrir löngu síðan ákveðið að tjá sig ekki um pólitík á þessum miðli.
Þó virðist það vera að margir stimpli Langa Sleða sem harðan sjálfstæðismann og það hreinlega fer í taugarnar mínar.
Pólitík ætti að snúast um það að virða skoðanir annarra og því miður sé ég það hvergi. Sé ekki hvernig hægt er að ata aðra út í skít án þess að skítna mest sjálfur.
Hins vegar og að öðru... miklu skemmtilegra.
Sérfræðingsgen Langa Sleða er náttúrulega sterkast í því að fylgjast með fólki og það var ekki leiðinlegt á starfsmannaskemmtuninni.
Alls ekki.
Ein undurfögur snót er nýbyrjuð á vinnustaðnum og ákvað að sýna lit með því að mæta í jólaglöggið. Hins vegar virtust nær allir karlmenn hafa þá staðreynd að engu að hún væri í raun á föstu. Þetta leit út eins og að hænuunga hafi verið sleppt inn á Goldfinger og sá fyrsti sem næði honum, fengi ókeypis einkadans. Ég átti ekki orð.
Langi Sleði fékk náttúrulega allt öðru vísi athygli. Feita konan gerði sér óþægilega dælt og kjaftakona staðarins, mannaði sig loks upp í það að spyrja hvort Langi Sleði væri nú ekki bara ábyggilega hommi.
Gleði.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Betri öðruvísi athygli en engin...

12:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

kvenhylli þín ríður ekki við einteyming, Sleði sæll

3:50 PM  
Blogger Langi Sleði said...

gunna: það er álitamál!

baun: Nei, þessi óhemja er ótemja.

4:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég sem hélt að pólitík snerist um það hver eigi að stjórna og hvernig eigi að gera það.

9:12 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter